Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mið 23. apríl 2014 15:40
Elvar Geir Magnússon
Þórir Hákonar: Tel engar líkur á að spilað verði hér
Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ.
Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ segir að Laugardalsvöllur hafi ekki litið verr út í sinni stjórnartíð. Völlurinn er illa farinn og líklegt að fyrstu heimaleikir Fram í sumar verði leiknir á gervigrasvellinum í Laugardal.

„Ástandið er ekki gott og mjög ólíklegt að spilað verði á vellinum í fyrstu umferð. Það er nánast formsatriði að gefa það út að ekki verði spilað á honum. Ég tel engar líkur á að spilað verði hér," segir Þórir.

„Mótanefndin hefur heimild til að veita vallarleyfi tímabundið á tilteknum völlum þó þeir uppfylli ekki öll skilyrði. Það verður tekið við óskum frá félögunum og vonandi tekið jákvætt í þær."

Fram á heimaleik gegn ÍBV í fyrstu umferð. Ástandið á Hásteinsvelli er gott. Kæmi til greina að víxla heimaleikjum og spila ÍBV - Fram í Vestmannaeyjum í 1. umferð?

„Það er meira mál milli félagana þá ef þau vilja gera það með þeim hætti. Það er auðvitað möguleiki líka ef bæði félög eru sátt við það," segir Þórir.

Ljóst er að nokkrum leikjum verði hliðrað til í fyrstu umferðunum. Til dæmis hefur KA komið með formlega ósk um að færa heimaleik sinn í byrjun þar sem Akureyrarvöllur er slæmur.

„Mótanefndin á eftir að fara yfir það og væntanlega fleiri óskir sem munu berast."

Rólegur yfir landsleiknum
Í byrjun júní á Ísland að leika vináttulandsleik við Eistland á Laugardalsvelli. Hvernig er staðan varðandi þann leik?

„Ég er tiltölulega rólegur ennþá yfir landsleiknum. Það er nokkuð langt í hann. Vonandi verður völlurinn kominn í rétt stand á þeim tíma. Völlurinn er fljótur að taka við sér þegar aðstæður eru réttar og við verðum að halda í vonina."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner