Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   þri 23. apríl 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Bikarmeistarar síðasta árs mætast í Víkinni - „Getur sett tóninn fyrir tímabilið"
Víðir vann Fótbolti.net bikarinn í fyrra.
Víðir vann Fótbolti.net bikarinn í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann Mjólkurbikarinn.
Víkingur vann Mjólkurbikarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Svenni, þjálfari Víðis, með bikarinn í fyrra.
Svenni, þjálfari Víðis, með bikarinn í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bikarmeistarar síðasta árs mætast í Víkinni á fimmtudag þegar Víkingur hefur titilvörnina í Mjólkurbikarnum. Liðið mætir Víði í 32-liða úrslitunum en Víðir vann Fótbolti.net bikarinn á síðasta ári.

Fótbolti.net ræddi við Svein Þór Steingrímsson í dag en hann er þjálfari Víðis.

„Þetta leggst gríðarlega vel í mig, það er ekkert alltaf sem liðin í deildunum fyrir neðan fá að mæta besta liði landsins og við fáum tækifæri til þess. Við ætlum að njóta þess í botn."

„Það verður gaman að fara í Víkina. Það skemmir ekki fyrir að þetta sé útileikur því Víðisvöllurinn er ekki orðinn klár. Hann er að okkar mati besti grasvöllur á landinu þegar hann er í lagi. Það er flott að fara í Víkina, bullandi stemning og vonandi verður vel mætt."


Það að spila stóra leiki, eins og leikinn á fimmtudag og úrslitaleikinn í Fótbolti.net bikarnum síðasta haust, er skemmtilegt.

„Við ræddum þetta einmitt á æfingu í dag, við fengum stórt svið í fyrra í keppni sem er komin til að vera. Upplifunin var geggjuð. Við viljum fá að upplifa svona stórt svið aftur núna. Þetta er geggjaður andstæðingur. Ef þetta er ekki leikur sem menn gefa allt í verkefnið og skilja allt eftir, þá veit ég ekki hvað."

Víðir hefur unnið sex bikarleiki í röð, fjóra í .net bikarnum í fyrra og tvo í Mjólkurbikarnum í ár - alvöru bikarlið.

„Við fengum tvo flotta leiki núna; Sindra og KFK sem eru með okkur í deild. Það er bikar'vibe' yfir Víði."

Er einhver leið að skáka Víkingunum?

„Það hafa allavega fá lið getað það síðastliðin ár. En maður verður alltaf að trúa því allavega þegar við komum í leikinn að það séu einhverjar leiðir. Við setjum upp plan með strákunum í vikunni, plan sem við þurfum að fylgja til að eiga einhvern séns. Miði er möguleiki eins og einhver sagði. Annað eins hefur gerst í bikarkeppnum. Við verðum að trúa því að við getum komið með eitt svoleiðis ævintýri á fimmtudaginn."

Er undirbúningurinn öðruvísi en fyrir hefðbundinn deildarleik?

„Maður horfir mikið á fótbolta og hef séð marga leiki með Víkingi í gegnum tíðina. Þeir geta meitt lið á svo marga vegu. Maður þarf að vera undirbúinn fyrir allt."

„Auðvitað erum við að mæta andstæðingum sem eru nokkrum klössum fyrir ofan okkur. Við þurfum aðeins að breyta út frá því hvernig við viljum vanalega spila. Þetta er aðeins öðruvísi undirbúningur."

„Fyrir okkur er þetta frábær leikur að fá á þessum tímapunkti, síðasti leikur fyrir deildina. Þú ferð ekkert í þennan leik og ætlar að svindla á einhverju hlaupi eða eitthvað svoleiðis. Þetta getur sett tóninn fyrir tímabilið,"
sagði Sveinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner