Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   þri 23. apríl 2024 16:45
Elvar Geir Magnússon
Fjórir leikmenn í banni í næstu umferð Bestu deildarinnar
Atli Hrafn Andrason verður í banni.
Atli Hrafn Andrason verður í banni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aganefnd KSÍ fundaði í dag eins og venja er á þriðjudögum en fjórir leikmenn verða í banni í næstu umferð Bestu deildarinnar.

Þar á meðal er Oliver Ekroth varnarmaður Víkings sem hefur fengið áminningu í öllum þremur deildarleikjum tímabilsins auk þess sem hann fékk gult í Meistarar meistaranna leiknum.

Hann verður því í banni vegna uppsafnaðra áminninga þegar Víkingur fær KA í heimsókn á sunnudaginn.

Þrír leikmenn fengu rautt spjald í 2. umferð og verða því í banni sjálfkrafa í næstu umferð. Það eru Atli Hrafn Andrason í HK sem missir af leik gegn Vestra, Orri Sveinn Stefánsson í Fylki sem verður ekki með gegn Stjörnunni og Bjarni Mark Antonsson í Val sem tekur út bann gegn Fram.

Þá verður Haukur Páll Sigurðsson aðstoðarþjálfari Vals í stúkunni þegar Valur og Fram mætast á mánudag.

sunnudagur 28. apríl

Besta-deild karla
14:00 Vestri-HK (AVIS völlurinn)
14:00 ÍA-FH (ELKEM völlurinn)
16:15 Víkingur R.-KA (Víkingsvöllur)
18:30 KR-Breiðablik (Meistaravellir)

mánudagur 29. apríl

Besta-deild karla
19:15 Valur-Fram (N1-völlurinn Hlíðarenda)
19:15 Fylkir-Stjarnan (Würth völlurinn)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 7 6 0 1 18 - 7 +11 18
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 7 4 0 3 11 - 11 0 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    KR 7 3 1 3 13 - 12 +1 10
7.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
8.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 7 2 0 5 5 - 16 -11 6
11.    KA 7 1 2 4 11 - 15 -4 5
12.    Fylkir 7 0 1 6 7 - 19 -12 1
Athugasemdir
banner
banner
banner