Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 23. maí 2022 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Cavani farinn frá Man Utd (Staðfest)

Manchester United er búið að staðfesta brottför úrúgvæska sóknarmannsins Edinson Cavani frá félaginu. 


Cavani er 35 ára gamall og gerði 19 mörk í 59 leikjum á tæplega tveimur árum í Manchester. 

Hann gekk til liðs við Rauðu djöflana í október 2020 og átti flott fyrsta tímabil þar sem hann skoraði 17 mörk í 39 leikjum.

Hann virtist hrökkva almennilega í gang í apríl í fyrra þegar hann skoraði fimm mörk og var þrisvar sinnum valinn maður leiksins í fjórum leikjum. Hann var leikmaður mánaðarins hjá Man Utd í apríl og framlengdi samninginn um eitt ár í maí.

Þetta tímabil hefur ekki verið jafn gott fyrir Cavani sem skoraði aðeins 2 mörk í 20 leikjum og kominn tími til að halda á önnur mið.


Athugasemdir
banner