mán 23. maí 2022 11:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Kalli ósáttur við stjórn KR - „Finnst bara að í eins stóru félagi eigi þessir hlutir að vera í lagi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Sigursteinsson, Kalli, sagði starfi sínu sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR lausu í upphafi mánaðar. Í gær hætti hann svo sem þjálfari liðsins.

Kalli ræddi við Vísi í dag. „Í þessu tilfelli bað stjórnin um það að ég myndi sinna mínum störfum áfram þangað til þeir væru búnir að finna út úr þjálfaramálunum."

„Það voru uppi mál sem flestir þekkja. Við vorum til að mynda ekki með leikheimild fyrir erlendu leikmennina okkar þegar mótið fór í gang. Og hún var heldur ekki komin fyrir leik númer þrjú. Mér fannst staðan bara þannig að það væri kominn tími til að hrista eitthvað upp í hlutunum og fá nýjan mann inn."


Kalli segir að leikmennirnir, sem hann taldi þurfa til að eiga raunhæfa möguleika í Bestu deildinni, hafi ekki verið komnir með leikheimild þegar hann ákvað að segja upp. Hann taldi best að stíga til hliðar.

„Ég held að það sé alveg augljóst að það er ekki ásættanlegt að vera ekki með leikmannahópinn fullkláran og vera að bíða eftir því. Auðvitað eru margir þættir sem spila inn í, útlendingaeftirlitið, vinnumálastofnun og annað, en það var engu að síður samið við þessa leikmenn í febrúar, mars. Manni finnst bara að í eins stóru félagi og KR eigi þessir hlutir að vera í lagi," sagði Kalli við Vísi aðspurður hvort umgjörðinni hjá kvennaliði KR væri ábótavant.

Sjá einnig:
Kalli: KR þarf að sjálfsögðu að horfa svolítið fram á veginn líka (18. maí)

Þeir Arnar Páll Garðarsson og Gunnar Einarsson verða við stjórnvölinn þegar KR mætir Aftureldingu í nýliðaslag í kvöld.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner