De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   mið 18. maí 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kalli: KR þarf að sjálfsögðu að horfa svolítið fram á veginn líka
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl
Jóhannes Karl
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Hvort við gerum það ekki er undir þjálfarateymi og leikmannahóp komið.
Hvort við gerum það ekki er undir þjálfarateymi og leikmannahóp komið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur farið illa af stað á Íslandsmótinu og er án stiga eftir fjóra leiki í Bestu deild kvenna. Í gær var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna og þar mætir KR liði ÍA á Akranesi um aðra helgi.

Jóhannes Karl Sigursteinsson - Kalli, þjálfari KR, ræddi við Fótbolta.net eftir dráttinn í gær.

„Mér líst el á þetta, alltaf ánægður að fá lið sem við erum ekki að spila við í deild. ÍA er rótgróinn fótboltabær og alltaf gaman að fara upp á Skagann og spila fótbolta. Það er bara frábært að fara þangað," sagði Kalli.

Þó að það eru í millitíðinni tveir leikir í Bestu deildinni þá er þarna tækifæri til að einbeita sér að annarri keppni. „Bikarinn brýtur alltaf upp og það er fínt fyrir okkur á þessum tímapunkti. Bikarinn gerir bara sumarið skemmtilegra."

Höfum ennþá fulla trú
„Það er fullt af hlutum sem við þurfum að vinna áfram. Þessir fjórir leikir sem eru búnir... það eru ákveðin skref sem við þurfum að taka og þurfum að vinna áfram í okkar málum. Það gerist ekkert nema við höfum fyrir því sjálfar. Við vitum hvert við þurfum að stefna og hvað við þurfum að laga. Hvort við gerum það ekki er undir þjálfarateymi og leikmannahóp komið. Við höfum ennþá fulla trú á því að við getum snúið genginu við."

Nokkrir nýir leikmenn KR fengu leikheimild undir lok félagaskiptagluggans en það er von á leikmönnum sem eru í háskólanámi í Bandaríkjunum seinna í þessum mánuði.

„Við erum komin með leikheimild á erlendu leikmennina sem eykur breiddina mikið og svo eigum við von á þremur leikmönnum frá Bandaríkjunum. Þeir búa til meiri breidd líka. Það eru leikmenn sem spila mjög stutt og KR þarf að sjálfsögðu að horfa svolítið fram á veginn líka. Við þurfum að sjá hvernig við ætlum að manna allt mótið því við erum að fara missa mikið af leikmönnum í mót sem spila ekki seinni hlutann af mótinu. Heilt yfir er þetta mikið púsl. Við þurfum að horfa í einn leik í einu og eins og staðan er í dag þá erum við með fínan leikmannahóp og við förum með fulla trú í þá leiki sem eru framundan."

Má gera ráð fyrir því að KR þurfi að taka inn leikmenn í sumarglugganum?

„Það er klárt mál að við verðum að styrkja hópinn þar fyrir seinni hlutann. Hversu mikið og hvaðan þeir leikmenn koma er eitthvað sem er bara í vinnslu," sagði Kalli að lokum.

Næsti leikur KR í Bestu deildinni er gegn Íslandsmeisturum Vals á morgun.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner