Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   mið 18. maí 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kalli: KR þarf að sjálfsögðu að horfa svolítið fram á veginn líka
Jóhannes Karl
Jóhannes Karl
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Hvort við gerum það ekki er undir þjálfarateymi og leikmannahóp komið.
Hvort við gerum það ekki er undir þjálfarateymi og leikmannahóp komið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur farið illa af stað á Íslandsmótinu og er án stiga eftir fjóra leiki í Bestu deild kvenna. Í gær var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna og þar mætir KR liði ÍA á Akranesi um aðra helgi.

Jóhannes Karl Sigursteinsson - Kalli, þjálfari KR, ræddi við Fótbolta.net eftir dráttinn í gær.

„Mér líst el á þetta, alltaf ánægður að fá lið sem við erum ekki að spila við í deild. ÍA er rótgróinn fótboltabær og alltaf gaman að fara upp á Skagann og spila fótbolta. Það er bara frábært að fara þangað," sagði Kalli.

Þó að það eru í millitíðinni tveir leikir í Bestu deildinni þá er þarna tækifæri til að einbeita sér að annarri keppni. „Bikarinn brýtur alltaf upp og það er fínt fyrir okkur á þessum tímapunkti. Bikarinn gerir bara sumarið skemmtilegra."

Höfum ennþá fulla trú
„Það er fullt af hlutum sem við þurfum að vinna áfram. Þessir fjórir leikir sem eru búnir... það eru ákveðin skref sem við þurfum að taka og þurfum að vinna áfram í okkar málum. Það gerist ekkert nema við höfum fyrir því sjálfar. Við vitum hvert við þurfum að stefna og hvað við þurfum að laga. Hvort við gerum það ekki er undir þjálfarateymi og leikmannahóp komið. Við höfum ennþá fulla trú á því að við getum snúið genginu við."

Nokkrir nýir leikmenn KR fengu leikheimild undir lok félagaskiptagluggans en það er von á leikmönnum sem eru í háskólanámi í Bandaríkjunum seinna í þessum mánuði.

„Við erum komin með leikheimild á erlendu leikmennina sem eykur breiddina mikið og svo eigum við von á þremur leikmönnum frá Bandaríkjunum. Þeir búa til meiri breidd líka. Það eru leikmenn sem spila mjög stutt og KR þarf að sjálfsögðu að horfa svolítið fram á veginn líka. Við þurfum að sjá hvernig við ætlum að manna allt mótið því við erum að fara missa mikið af leikmönnum í mót sem spila ekki seinni hlutann af mótinu. Heilt yfir er þetta mikið púsl. Við þurfum að horfa í einn leik í einu og eins og staðan er í dag þá erum við með fínan leikmannahóp og við förum með fulla trú í þá leiki sem eru framundan."

Má gera ráð fyrir því að KR þurfi að taka inn leikmenn í sumarglugganum?

„Það er klárt mál að við verðum að styrkja hópinn þar fyrir seinni hlutann. Hversu mikið og hvaðan þeir leikmenn koma er eitthvað sem er bara í vinnslu," sagði Kalli að lokum.

Næsti leikur KR í Bestu deildinni er gegn Íslandsmeisturum Vals á morgun.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner