
Njarðvík heimsótti HK í Kórnum þegar fjórða umferð Lengjudeildarinnar hófst í kvöld.
Njarðvíkignar voru virkilega flottir í kvöld og höfðu að lokum frábæran útisigur.
Lestu um leikinn: HK 1 - 3 Njarðvík
„Hrikalega ánægður og stoltur með strákana" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld.
„Mér fannst þeir gefa allt í þetta á móti mjög góðu liði HK og vera hérna inni á þeirra velli inni í hlýjunni. Það er helvíti gott að koma hingað og ná í þrjú stig"
Kórinn er erfiður útivöllur að sækja og því gríðarlega sterkt fyrir Njarðvíkinga að sækja þrjú stig.
„Það er nátturlega gríðarlega sterkt. Þeir eru með helvíti gott lið og nýkomnir úr Bestu deildinni og með leikmenn sem að eru frábærir"
„Þetta er nátturlega líka leikur með 'small margins' en við endum ofan á henni í dag og mér fannst liðsheildin hjá okkur, við vorum að gera þetta allir sem einn inni á vellinum og það var enginn sem að var að bakka eitthvað úr þessu það voru bara allir klárir í þessa orustu."
„Við erum svo bara með þessi gæði í liðinu að við getum refsað liðum þegar þau eru komin aðeins ofar á völlinn og extra sætt að sjá Amin skora þetta síðasta mark hérna, stórglæsilegt mark sem örugglega ekki margir myndu geta gert í þessari deild"
Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Keflavík | 4 | 3 | 0 | 1 | 13 - 4 | +9 | 9 |
2. Njarðvík | 4 | 2 | 2 | 0 | 10 - 4 | +6 | 8 |
3. ÍR | 4 | 2 | 2 | 0 | 5 - 2 | +3 | 8 |
4. Þróttur R. | 4 | 2 | 1 | 1 | 6 - 6 | 0 | 7 |
5. Fylkir | 4 | 1 | 2 | 1 | 5 - 4 | +1 | 5 |
6. HK | 4 | 1 | 2 | 1 | 4 - 5 | -1 | 5 |
7. Grindavík | 3 | 1 | 1 | 1 | 8 - 7 | +1 | 4 |
8. Þór | 3 | 1 | 1 | 1 | 7 - 6 | +1 | 4 |
9. Selfoss | 4 | 1 | 0 | 3 | 3 - 7 | -4 | 3 |
10. Völsungur | 3 | 1 | 0 | 2 | 3 - 7 | -4 | 3 |
11. Fjölnir | 3 | 0 | 2 | 1 | 5 - 7 | -2 | 2 |
12. Leiknir R. | 4 | 0 | 1 | 3 | 2 - 12 | -10 | 1 |