,,Þeir komu okkur mikið á óvart. Þeir komu hingað til að ná í þrjú stig og við vorum heppnir því við vorum ekki mjög góðir í dag," sagði Gary Martin framherji KR eftir 2-1 sigur liðsins á Víkingi Ólafsvík í kvöld.
,,Það kemur mér á óvart að þeir séu á botninum. Ef að þeir spila svona gegn öllum liðum þá eiga þeir möguleika."
Gary skoraði fyrra mark KR úr vítaspyrnu en hann hafði heppnina með sér því að boltinn snérist í markið eftir að Einar Hjörleifsson hafði komist fyrir spyrnuna.
,,Hann varði og ég sá snúninginn á boltanum og hugsaði að hann gæti farið inn. Þegar hann fór inn þá trúði ég því ekki. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Æðri máttarvöld pössuðu upp á mig."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir























