Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 23. júní 2020 22:18
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins búinn að fá nóg: Annar leikmaður sem eyðileggur á sér hnéð
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KR fór í heimsókn og mættu Vængjum Júpiters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikar karla, leikurinn byrjaði rólega og var staðan 1-2 í hálfleik en síðan settu KR ingar í fluggírinn og settu 6 í seinnihálfleik

Lestu um leikinn: Vængir Júpiters 1 -  8 KR

Rúnar Kristinsson var ánægður með sigurinn á Vængjum Júpiters

„Ég er ánægður með sigurinn, ánægður hvernig við svona vorum þolinmóðir þegar leið á leikinn, þetta var erfitt í byrjun það var kraftur í þeim og þeir vörðust vel en við klárum þetta vel í seinni hálfleik og gengum á lagið þegar þeir voru orðnir þreyttir og náðum að finna holur og svæði og skora fín mörk."

Rúnar er ósáttur við að spilað var á gervigrasinu í Egilshöll og segir þetta ekki boðlegt að spilað sé þarna í 32-liða úrslitunum. Hann kennir ekki Vængjum Júpíters um heldur knattspyrnusambandinu. Hann var spurður hvort liðið hans hefði einungis verið í fyrsta gír í fyrri hálfleik í kvöld.

„Nei við vorum það ekki, þetta er fyrst og fremst gervigras það er bara óþolandi að þurfa vera spila hérna inni sérstaklega í ljósi þess að bæði lið óskuðu eftir spila á KR velli en það má víst ekki samkvæmt einhverjum reglum."

„Við erum að horfa upp á Gunnar Þór Gunnarsson vera klára ferilinn sinn hér vegna hnémeiðsla sem má rekja til gervigrassins hérna. Ég er ekki að álasa Vængjum Júpíters á neinn hátt heldur knattspyrnusambandinu. Það er óboðlegt að spila hér inni í 32-liða úrslitum á þessu gervigrasi. Annar leikmaðurinn minn á þessu ári sem eyðileggur á sér hnéð hérna."

KR liðið er í miklum meiðslum og var Rúnar spurður út í stöðuna á hópnum

„Hún er ekki góð, það bættist 5 maðurinn við í dag„ við erum með Arnór Svein, Finn Tómas, Finn Orra og Tobias Thomsen og nú Gunnar Þór og eru þeir allir meiddir og algjörlega óvíst hvort einhver verði einhver verður með, en við verðum að sjá til þegar líður á vikuna."

Sjá má viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner