Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   þri 23. júní 2020 22:18
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins búinn að fá nóg: Annar leikmaður sem eyðileggur á sér hnéð
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KR fór í heimsókn og mættu Vængjum Júpiters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikar karla, leikurinn byrjaði rólega og var staðan 1-2 í hálfleik en síðan settu KR ingar í fluggírinn og settu 6 í seinnihálfleik

Lestu um leikinn: Vængir Júpiters 1 -  8 KR

Rúnar Kristinsson var ánægður með sigurinn á Vængjum Júpiters

„Ég er ánægður með sigurinn, ánægður hvernig við svona vorum þolinmóðir þegar leið á leikinn, þetta var erfitt í byrjun það var kraftur í þeim og þeir vörðust vel en við klárum þetta vel í seinni hálfleik og gengum á lagið þegar þeir voru orðnir þreyttir og náðum að finna holur og svæði og skora fín mörk."

Rúnar er ósáttur við að spilað var á gervigrasinu í Egilshöll og segir þetta ekki boðlegt að spilað sé þarna í 32-liða úrslitunum. Hann kennir ekki Vængjum Júpíters um heldur knattspyrnusambandinu. Hann var spurður hvort liðið hans hefði einungis verið í fyrsta gír í fyrri hálfleik í kvöld.

„Nei við vorum það ekki, þetta er fyrst og fremst gervigras það er bara óþolandi að þurfa vera spila hérna inni sérstaklega í ljósi þess að bæði lið óskuðu eftir spila á KR velli en það má víst ekki samkvæmt einhverjum reglum."

„Við erum að horfa upp á Gunnar Þór Gunnarsson vera klára ferilinn sinn hér vegna hnémeiðsla sem má rekja til gervigrassins hérna. Ég er ekki að álasa Vængjum Júpíters á neinn hátt heldur knattspyrnusambandinu. Það er óboðlegt að spila hér inni í 32-liða úrslitum á þessu gervigrasi. Annar leikmaðurinn minn á þessu ári sem eyðileggur á sér hnéð hérna."

KR liðið er í miklum meiðslum og var Rúnar spurður út í stöðuna á hópnum

„Hún er ekki góð, það bættist 5 maðurinn við í dag„ við erum með Arnór Svein, Finn Tómas, Finn Orra og Tobias Thomsen og nú Gunnar Þór og eru þeir allir meiddir og algjörlega óvíst hvort einhver verði einhver verður með, en við verðum að sjá til þegar líður á vikuna."

Sjá má viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner