Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   fim 23. júní 2022 22:19
Arnar Laufdal Arnarsson
Dóri Árna: Aldrei í hættu þegar við komumst yfir
Virkilega ánægður með stuðninginn frá Kópavogsbúum
Dóri alltaf léttur
Dóri alltaf léttur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann frábæran sigur 4-0 sigur á KR í 12. umferð Bestu deildar karla í kvöld en liðin áttust við á Kópavogsvelli í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem Breiðablik vinnur KR heima og úti síðan 2012.

Síðast þegar þessi lið mættust á Kópavogsvelli var það í opnunarleik Íslandsmótsins í fyrra en þá unnu KR-ingar 0-2, hvað hafa Blikar lært síðan þá?

„Örugglega bara ýmislegt, við höfum bara þroskast sem lið og þetta var kannski skrefið í þessum heimaleikjum sem við þurftum að taka, að vinna KR, höfum ekki komist yfir á móti þeim áður á heimavelli."

„Við erum erfiðir við að eiga þegar við komumst yfir á Kópavogsvelli og mér fannst við gera rosalega vel eftir að við komumst í 1-0 og fannst sigurinn eiginlega aldrei vera í hættu," sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 KR

Eftir tapið á heimavelli gegn KR í fyrra hafa Blikar unnið alla heimaleikina sína í deildinni eða 16 talsins, rosalegur árangur.

„Kópavogsvöllur hefur verið mikið vígi fyrir okkur, hérna æfum við, hérna er okkar fólk og þetta er okkar heimili en engu síður eru hérna okkar stuðningsmenn sem styðja gríðarlega vel við bakið og hafa verið algjörlega frábærir í sumar."

„Það má heldur ekki gleyma því þetta er fyrsta árið hjá mér og Óskari þar sem áhorfendur eru leyfðir frá 1. umferð og ekki í hólfum eða eitthvað Covid dæmi. Mætingin búin að vera frábær, lang flestir áhorfendur á Kópavogsvelli, stór hluti af því er það hefur gengið rosa vel og við erum stoltir af þeim árangri en það þýðir kannski ekki að telja einhverja heimasigra, það er bara fara í hvern leik, reyna sigra hann og það gekk í dag,"

Viðtalið má sjá hér í heild sinni hér fyrir ofan þar sem að Halldór talar t.d. um innkomu Mikkel Qvist, frammistöðu Jasons hingað til og meiðsli Gísla Eyjólfssonar.
Athugasemdir
banner
banner
banner