Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. júlí 2019 13:31
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Pepsi Max-mörkin 
Höddi Magg gagnrýnir FH: Eins og þeir hafi misst einhvern nákominn
Hlutirnir hafa ekki gengið vel hjá FH-ingum.
Hlutirnir hafa ekki gengið vel hjá FH-ingum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Vonbrigðin í Kaplakrika voru að sjálfsögðu til umræðu í Pepsi Max-mörkunum á Stöð 2 Sport í gær.

„Maður veltir fyrir sér stöðu Ólafs Kristjánssonar. Máni, þú segir að margir hafi spilað undir getu. Eftir höfðinu dansa limirnir. Þetta virðist bara ekki vera að smella saman. Á hvaða ferðalagi er Ólafur eiginlega með þetta lið?" spurði þáttastjórnandinn Hörður Magnússon, fyrrum leikmaður FH.

„Ólafur er algjör knattspyrnusérfræðingur og ég fer seint að kenna honum hvernig eigi að gera hlutina," sagði Máni Pétursson, sérfræðingur þáttarins.

„En það er stundum með menn sem spá mikið í fótbolta og eru með sérstaka gáfu, sem Ólafur er alveg með, að þeir eiga það til að ofhugsa hlutina. Í staðinn fyrir að keyra á þessu liði og látum þetta ganga. Á tíma í sumar fannst mér FH vera með á hreinu hvernig fótbolta þeir ætluðu að spila en þetta gerðist of hægt. Síðan hafa þeir farið út úr því."

Hörður bætti við:

„Maður veltir fyrir sér holningu leikmanna og líkamstjáningu. Það er enginn neisti í neinu... nánast. Það er eins og allir í liðinu hafi misst einhvern nákominn," sagði Hörður.



Sjá einnig:
FH gat ekki neitt - Björn Daníel mestu vonbrigðin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner