Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júlí 2021 12:25
Elvar Geir Magnússon
Sancho: Draumur er að rætast
Jadon Sancho, nýr leikmaður Manchester United.
Jadon Sancho, nýr leikmaður Manchester United.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur staðfest kaup á Jadon Sancho frá Borussia Dortmund.

„Ég verð ævinlega þakklátur Dortmund fyrir að gefa mér tækifæri til að spila aðalliðsfótbolta. Ég vissi það alltaf að ég myndi snúa aftur til Englands einn daginn," segir Sancho.

„Það er draumur að rætast með því að fá tækifæri til að ganga í raðir Manchester United og ég get ekki beðið eftir því að spila í ensku úrvalsdeildinni."

„United er með ungt og spennandi lið og ég veit að saman getum við þróað eitthvað sérstakt og skapa velgengni sem stuðningsmenn verðskulda. Ég hlakka til að vinna með stjóranum og þjálfarateymi hans til að þróa minn leik."

Þetta segir Ole Gunnar Solskjær, stjóri United:
„Jadon er sóknarleikmaður sem passar vel inn í hefðir Manchester United. Hann verður mikilvægur leikmaður í mínum leikmannahópi næstu ár og það er tilhlökkunarefni að sjá hann blómstra," segir Solskjær.

„Tölfræði hans yfir mörk og stoðsendingar talar sínu máli og hann kemur með hraða og sköpunarmátt í liðið. Old Trafford gefur honum svið til að njóta sín. Hann hefur sýnt hugrekki með því að halda erlendis og sanna sig."

Viðtölin eru af heimasíðu Manchester United
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner