Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júlí 2021 12:06
Hafliði Breiðfjörð
Jadon Sancho til Man Utd (Staðfest)
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur loksins staðfest að Jadon Sancho sé genginn í raðir félagsins frá Borussia Dortmund. Þar með er loks bundinn endi á endalausar sögusagnir sumarsins um að leikmaðurinn fari til Englands.

Honum hefur verið boðið treyjunúmer 7 hjá Man Utd, númerið sem helstu goðsagnir félagsins hafa borið. Menn eins og Eric Cantona, David Beckham og Cristiano Ronaldo. Það þykir merki um hvers er búist við af leikmanninum.

Man Utd náði samkomulagi við Dortmund í byrjun júlí en félagið borgar allt að 73 milljónir punda fyrir leikmanninn en það tók sinn tíma að ganga frá smáatriðum í samningum við leikmanninn.

Sancho er aðeins 21 árs gamall en hefur verið lykilmaður í liði Dortmund undanfarin ár, þar sem hann er stoðsendingakongur auk þess að skora mark í þriðja hverjum leik. Sancho ólst upp hjá Manchester City en fór til Dortmund þar sem hann vildi fá spiltíma sem bauðst ekki hjá City.

Sancho fékk spiltímann, lét ljós sitt skína og er núna tilbúinn fyrir næsta skref ferilsins.

Sancho var í landsliðshópi Englendinga sem fékk silfurverðlaun á EM. Hann kom inn í framlengingu úrslitaleiksins gegn Ítalíu og brenndi af í vítaspyrnukeppninni.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner