Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
Sölvi Geir stýrði Víkingum í úrslitaleiknum - „Arnar er í fjölskyldufríi fyrir norðan“
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Aron Jóhanns: Maggi reynt að fá mig þrisvar og mig langað að fara í öll skiptin
Ósátt með vinnubrögð Breiðabliks - „Fékk mig til að hugsa að þarna ætlaði ég ekki að vera lengur"
Endaði tímabilið á flugi - „Kallarnir voru sáttir en ég vil vera ofar"
„Er að reyna finna hjá sjálfum mér hvaða næsta skref er rökréttast"
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
banner
   fim 23. ágúst 2018 21:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Við ætlum okkur að vera fyrir ofan þetta strik þegar það verður flautað til leiks í lokin
watermark Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar fengu ÍR-inga í heimsókn á Njarðtaksvöllinn í kvöld þar sem þessi lið áttust við í svokölluðum fallbaráttuslag en bæði þessi lið eru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni að ári. Jafntefli var niðurstaðan en ÍR-ingar jöfnuðu í uppbótartíma venjulegs leiktíma 1-1.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 ÍR

„Virkilega svekkjandi, þrjár mínútur eftir og fá mark á sig er nátturlega hundfúlt, við erum að elta stigin og þurfum að gera það, leitandi af stigum þetta er ekki það sem við vildum." Sagði Rafn Markús þjálfari Njarðvíkur eftir leik.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið í sumar sem Njarðvíkingar fá á sig mörk á lokamínútum leikja sem kosta þá en það hefur gerst nokkrum sinnum í sumar en Rafn Markús vildi þó ekki endilega meina að þetta væri lýsandi fyrir sumarið.
„Hún súmmerar kannski upp byrjunina á sumrinu en við höfum ekki fengið á okkur svona vesen í síðustu leikjum í lokin, frekar verið að skora ef eitthvað er en ef þú villt taka það í heildina að þá er það kannski þannig en þetta var vont mark."

Þrátt fyrir að fyrir Njarðvíkinga sé þetta súrt stig að þá verður það að teljast mikilvægt stig fyrir baráttuna framunan og því var Rafn Markús sammála.
„Já ég held að fyrir leikinn var alveg á hreinu að bæði lið vildu fá stig og eitt stig er allt í lagi og þrjú stig hefði verið gott fyrir bæði lið í þessari baráttu. Þetta verður jafnt greinilega fram að síðasta leik og þessi þrjú stig hefðu verið góð í dag fyrir okkur og líka svo ÍR-ingana en stig fyrir bæði er kannski á endanum bara skítsæmilegt."

Þrátt fyrir að standa einna best að vígi í baráttunni framundan eru Njarðvíkingar ekkert að fara framúr sér og telja ekkert öruggt en aðspurður um að prósentuleggja það hverstu langt þeir væru komnir í sinni baráttu var svarið einfalt.
„0% ég held að það sé bara þannig einfaldlega að við erum að berjast við önnur lið og við eigum jafn mikla möguleika að halda okkur í deildinni og jafn mikla möguleika að fara niður eins og hin liðin."



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner