Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 23. ágúst 2018 21:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Við ætlum okkur að vera fyrir ofan þetta strik þegar það verður flautað til leiks í lokin
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar fengu ÍR-inga í heimsókn á Njarðtaksvöllinn í kvöld þar sem þessi lið áttust við í svokölluðum fallbaráttuslag en bæði þessi lið eru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni að ári. Jafntefli var niðurstaðan en ÍR-ingar jöfnuðu í uppbótartíma venjulegs leiktíma 1-1.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 ÍR

„Virkilega svekkjandi, þrjár mínútur eftir og fá mark á sig er nátturlega hundfúlt, við erum að elta stigin og þurfum að gera það, leitandi af stigum þetta er ekki það sem við vildum." Sagði Rafn Markús þjálfari Njarðvíkur eftir leik.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið í sumar sem Njarðvíkingar fá á sig mörk á lokamínútum leikja sem kosta þá en það hefur gerst nokkrum sinnum í sumar en Rafn Markús vildi þó ekki endilega meina að þetta væri lýsandi fyrir sumarið.
„Hún súmmerar kannski upp byrjunina á sumrinu en við höfum ekki fengið á okkur svona vesen í síðustu leikjum í lokin, frekar verið að skora ef eitthvað er en ef þú villt taka það í heildina að þá er það kannski þannig en þetta var vont mark."

Þrátt fyrir að fyrir Njarðvíkinga sé þetta súrt stig að þá verður það að teljast mikilvægt stig fyrir baráttuna framunan og því var Rafn Markús sammála.
„Já ég held að fyrir leikinn var alveg á hreinu að bæði lið vildu fá stig og eitt stig er allt í lagi og þrjú stig hefði verið gott fyrir bæði lið í þessari baráttu. Þetta verður jafnt greinilega fram að síðasta leik og þessi þrjú stig hefðu verið góð í dag fyrir okkur og líka svo ÍR-ingana en stig fyrir bæði er kannski á endanum bara skítsæmilegt."

Þrátt fyrir að standa einna best að vígi í baráttunni framundan eru Njarðvíkingar ekkert að fara framúr sér og telja ekkert öruggt en aðspurður um að prósentuleggja það hverstu langt þeir væru komnir í sinni baráttu var svarið einfalt.
„0% ég held að það sé bara þannig einfaldlega að við erum að berjast við önnur lið og við eigum jafn mikla möguleika að halda okkur í deildinni og jafn mikla möguleika að fara niður eins og hin liðin."



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner