Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   fim 23. ágúst 2018 21:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Við ætlum okkur að vera fyrir ofan þetta strik þegar það verður flautað til leiks í lokin
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar fengu ÍR-inga í heimsókn á Njarðtaksvöllinn í kvöld þar sem þessi lið áttust við í svokölluðum fallbaráttuslag en bæði þessi lið eru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni að ári. Jafntefli var niðurstaðan en ÍR-ingar jöfnuðu í uppbótartíma venjulegs leiktíma 1-1.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 ÍR

„Virkilega svekkjandi, þrjár mínútur eftir og fá mark á sig er nátturlega hundfúlt, við erum að elta stigin og þurfum að gera það, leitandi af stigum þetta er ekki það sem við vildum." Sagði Rafn Markús þjálfari Njarðvíkur eftir leik.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið í sumar sem Njarðvíkingar fá á sig mörk á lokamínútum leikja sem kosta þá en það hefur gerst nokkrum sinnum í sumar en Rafn Markús vildi þó ekki endilega meina að þetta væri lýsandi fyrir sumarið.
„Hún súmmerar kannski upp byrjunina á sumrinu en við höfum ekki fengið á okkur svona vesen í síðustu leikjum í lokin, frekar verið að skora ef eitthvað er en ef þú villt taka það í heildina að þá er það kannski þannig en þetta var vont mark."

Þrátt fyrir að fyrir Njarðvíkinga sé þetta súrt stig að þá verður það að teljast mikilvægt stig fyrir baráttuna framunan og því var Rafn Markús sammála.
„Já ég held að fyrir leikinn var alveg á hreinu að bæði lið vildu fá stig og eitt stig er allt í lagi og þrjú stig hefði verið gott fyrir bæði lið í þessari baráttu. Þetta verður jafnt greinilega fram að síðasta leik og þessi þrjú stig hefðu verið góð í dag fyrir okkur og líka svo ÍR-ingana en stig fyrir bæði er kannski á endanum bara skítsæmilegt."

Þrátt fyrir að standa einna best að vígi í baráttunni framundan eru Njarðvíkingar ekkert að fara framúr sér og telja ekkert öruggt en aðspurður um að prósentuleggja það hverstu langt þeir væru komnir í sinni baráttu var svarið einfalt.
„0% ég held að það sé bara þannig einfaldlega að við erum að berjast við önnur lið og við eigum jafn mikla möguleika að halda okkur í deildinni og jafn mikla möguleika að fara niður eins og hin liðin."



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner