Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 23. september 2018 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Sig spáir í næstsíðustu umferð í Pepsi-deild karla
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn færast nær titlinum samkvæmt spá Arnórs.
Valsmenn færast nær titlinum samkvæmt spá Arnórs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Indriði Sigurðsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í leikina í 20. umferð Pepsi-deildarinnar um síðustu helgi.

Næstsíðasta umferðin í Pepsi-deild karla fer fram klukkan 14:00 í dag, sunnudag. Arnór Sigurðsson spáir í leikina að þessu sinni en hann spilaði í síðustu viku sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni með CSKA Moskvu.

Fjölnir 0 - 3 Breiðablik
Blikarnir eru með bullandi gæði og þetta verður aldrei spurning. Gústi Gylfa fer til baka í Grafarvoginn og sendir Fjölni niður.

KR 0 - 1 Fylkir
KR munu sækja allan leikinn en Aron Snær mun loka markinu. Baráttan í Fylkismönnum mun síðan verða til þess að þeir klína inn einu í restina.

FH 1 - 3 Valur
Þetta verður alvöru leikur. Valur er með besta liðið í dag og þeir munu vera með 9 fingur á titlinum eftir þennan leik. Patrick Pedersen er sjóðandi heitur og skorar þrennu.

KA 2 - 0 Grindavík
Það er meira en að segja það að fara norður og taka punkta. Þetta verður baráttuleikur og jafnvel að við sjáum nokkur rauð. KA sýnir síðan gæði og skorar tvö.

ÍBV 1 - 3 Stjarnan
Stjarnan er með geggjað lið og ég trúi ekki öðru en að þeir klári þennan leik örugglega. Þægileg dagsferð til Eyja fyrir captain Alex og hans menn.

Keflavík 0 - 0 Víkingur R.
Því miður.

Fyrri spámenn
Elías Már Ómarsson 5 réttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir 4 réttir
Hjálmar Örn Jóhannsson 4 réttir
Tryggvi Guðmundsson 4 réttir
Halldór Jón Sigurðsson (Donni) 3 réttir
Henry Birgir Gunnarsson 3 réttir
Haukur Harðarson 3 réttir
Indriði Sigurðsson 3 réttir
Pétur Pétursson 3 réttir
Tómas Þór Þórðarson 3 réttir
Þórir Hákonarson 3 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson 2 réttir
Gunnar Jarl Jónsson 2 réttir
Hallbera Guðný Gísladóttir 2 réttir
Albert Guðmundsson 1 réttur
Hólmbert Aron Friðjónsson 1 réttur
Hörður Björgvin Magnússon 1 réttur
Orri Sigurður Ómarsson 1 réttur
Viðar Örn Kjartansson 0 réttir

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner