Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
banner
   fim 29. maí 2025 22:36
Kári Snorrason
Stjarnan aðeins 26% með boltann - „Að einhverju leyti óborguð yfirvinna"
Jökull var sáttur með sína menn í kvöld.
Jökull var sáttur með sína menn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Stjarnan vann KR 4-2 fyrr í kvöld í áhugaverðri viðureign. Stjarnan komst í 3-0 stöðu eftir aðeins ellefu mínútna leik. Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 KR

„Við vissum að það voru tækifæri að fara hratt á þá og það borgaði sig töluvert hraðar en ég átti von á."
„Þeir eru opnir til baka og ekkert sérstaklega hraðir, standa oft flatir. Við vissum það og ætluðum að nýta okkur það."


Stjarnan var 26% með boltann í leiknum.

„Mér fannst við fá hættulegri færi. Þeir eru góðir í að halda boltanum. Að einhverju leyti langaði manni að halda meira í boltann. Þegar þeir eru svona opnir til baka er það að einhverju leyti óborguð yfirvinna."

„Það er ekki partur af upplegginu að vera lítið með boltann. Það er erfitt að setja hann ekki í gegn þegar þú ert með svona fljóta menn gegn svona línu, ég get ekki kvartað yfir því."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner
banner