Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
   fim 29. maí 2025 19:25
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Samdi við Rúnar Kristins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans vann Fram 2-1 með mark í uppbótartíma.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 KA

„Það er mjög sætt, ég er mjög ánægður með mitt lið í dag. Við urðum fyrir skakkaföllum í fyrri hálfleik, verðum að gera breytingar og lendum undir. Það var gríðarlega góður karakter að koma til baka. Það er ekki auðvelt að koma til baka í þessari deild og vinna leiki eftir að þú lendir 1-0 undir. Það var ekkert allt fullkomið, en við héldum alltaf áfram og uppskerum í lokin. Virkilega sætt," sagði Hallgrímur.

Það þurfti mjög oft að stöðva leikinn vegna meiðsla og þá sérstaklega meiðsli KA manna. Halldór Hermann Jónsson sjúkraþjálfari KA liðsins hefur líkast til aldrei verið svona lengi inná velli síðan hann lagði skóna á hilluna.

„Hann fékk að hlaupa aðeins, hann elskar að hlaupa þannig hann fékk að hlaupa sína metra. Ég hef ekki áður séð tólf mínútna uppbótartíma í fyrri hálfleik en eins og ég segi þá komumst við í gegnum það. Mér fannst strákarnir svara ofboðslega vel. Tímabilið byrjaði erfiðlega, eins og í fyrra. Það er svo frábært fyrir þjálfara hjartað og fyrir KA fólk að sjá, það er mikið búið að ganga á. Ef við leggjum okkur 100% fram fyrir hvorn annan, þá gerast góðir hlutir. Mér fannst í lokin þegar við erum að rembast eins og rjúpan við staurinn að reyna að koma þessu inn. Þá gat það alveg farið þannig að þetta hefði endað í jafntefli, og ég hefði líka verið ánægður þá. Vegna þess hvað menn lögðu á sig, en það er ennþá sætara að sjá hann fara inn."

Birgir Baldvinsson, Rodrigo Gomes Mateo og Hrannar Björn Steingrímsson fóru allir meiddir af velli, en Hallgrímur hefur ekki stórar áhyggjur af því.

„Þetta eru mest högg held ég. Ég held að kannski tveir af þeim eru eitthvað meira en nokkrir dagar, hinir gætu verið klárir í næsta leik. Ég tek það að fá þrjú stig, ég er nú búinn að semja við kollega minn Rúnar að við náðum bikarnum í fyrra og urðum bikarmeistarar. Þeir mega verða bikarmeistarar núna og við fáum að taka þrjú stig hér á Lambhagavellinum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner