Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
banner
   fim 29. maí 2025 19:25
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Samdi við Rúnar Kristins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans vann Fram 2-1 með mark í uppbótartíma.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 KA

„Það er mjög sætt, ég er mjög ánægður með mitt lið í dag. Við urðum fyrir skakkaföllum í fyrri hálfleik, verðum að gera breytingar og lendum undir. Það var gríðarlega góður karakter að koma til baka. Það er ekki auðvelt að koma til baka í þessari deild og vinna leiki eftir að þú lendir 1-0 undir. Það var ekkert allt fullkomið, en við héldum alltaf áfram og uppskerum í lokin. Virkilega sætt," sagði Hallgrímur.

Það þurfti mjög oft að stöðva leikinn vegna meiðsla og þá sérstaklega meiðsli KA manna. Halldór Hermann Jónsson sjúkraþjálfari KA liðsins hefur líkast til aldrei verið svona lengi inná velli síðan hann lagði skóna á hilluna.

„Hann fékk að hlaupa aðeins, hann elskar að hlaupa þannig hann fékk að hlaupa sína metra. Ég hef ekki áður séð tólf mínútna uppbótartíma í fyrri hálfleik en eins og ég segi þá komumst við í gegnum það. Mér fannst strákarnir svara ofboðslega vel. Tímabilið byrjaði erfiðlega, eins og í fyrra. Það er svo frábært fyrir þjálfara hjartað og fyrir KA fólk að sjá, það er mikið búið að ganga á. Ef við leggjum okkur 100% fram fyrir hvorn annan, þá gerast góðir hlutir. Mér fannst í lokin þegar við erum að rembast eins og rjúpan við staurinn að reyna að koma þessu inn. Þá gat það alveg farið þannig að þetta hefði endað í jafntefli, og ég hefði líka verið ánægður þá. Vegna þess hvað menn lögðu á sig, en það er ennþá sætara að sjá hann fara inn."

Birgir Baldvinsson, Rodrigo Gomes Mateo og Hrannar Björn Steingrímsson fóru allir meiddir af velli, en Hallgrímur hefur ekki stórar áhyggjur af því.

„Þetta eru mest högg held ég. Ég held að kannski tveir af þeim eru eitthvað meira en nokkrir dagar, hinir gætu verið klárir í næsta leik. Ég tek það að fá þrjú stig, ég er nú búinn að semja við kollega minn Rúnar að við náðum bikarnum í fyrra og urðum bikarmeistarar. Þeir mega verða bikarmeistarar núna og við fáum að taka þrjú stig hér á Lambhagavellinum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner