Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   fim 29. maí 2025 19:25
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Samdi við Rúnar Kristins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans vann Fram 2-1 með mark í uppbótartíma.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 KA

„Það er mjög sætt, ég er mjög ánægður með mitt lið í dag. Við urðum fyrir skakkaföllum í fyrri hálfleik, verðum að gera breytingar og lendum undir. Það var gríðarlega góður karakter að koma til baka. Það er ekki auðvelt að koma til baka í þessari deild og vinna leiki eftir að þú lendir 1-0 undir. Það var ekkert allt fullkomið, en við héldum alltaf áfram og uppskerum í lokin. Virkilega sætt," sagði Hallgrímur.

Það þurfti mjög oft að stöðva leikinn vegna meiðsla og þá sérstaklega meiðsli KA manna. Halldór Hermann Jónsson sjúkraþjálfari KA liðsins hefur líkast til aldrei verið svona lengi inná velli síðan hann lagði skóna á hilluna.

„Hann fékk að hlaupa aðeins, hann elskar að hlaupa þannig hann fékk að hlaupa sína metra. Ég hef ekki áður séð tólf mínútna uppbótartíma í fyrri hálfleik en eins og ég segi þá komumst við í gegnum það. Mér fannst strákarnir svara ofboðslega vel. Tímabilið byrjaði erfiðlega, eins og í fyrra. Það er svo frábært fyrir þjálfara hjartað og fyrir KA fólk að sjá, það er mikið búið að ganga á. Ef við leggjum okkur 100% fram fyrir hvorn annan, þá gerast góðir hlutir. Mér fannst í lokin þegar við erum að rembast eins og rjúpan við staurinn að reyna að koma þessu inn. Þá gat það alveg farið þannig að þetta hefði endað í jafntefli, og ég hefði líka verið ánægður þá. Vegna þess hvað menn lögðu á sig, en það er ennþá sætara að sjá hann fara inn."

Birgir Baldvinsson, Rodrigo Gomes Mateo og Hrannar Björn Steingrímsson fóru allir meiddir af velli, en Hallgrímur hefur ekki stórar áhyggjur af því.

„Þetta eru mest högg held ég. Ég held að kannski tveir af þeim eru eitthvað meira en nokkrir dagar, hinir gætu verið klárir í næsta leik. Ég tek það að fá þrjú stig, ég er nú búinn að semja við kollega minn Rúnar að við náðum bikarnum í fyrra og urðum bikarmeistarar. Þeir mega verða bikarmeistarar núna og við fáum að taka þrjú stig hér á Lambhagavellinum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner