Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fim 29. maí 2025 19:25
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Samdi við Rúnar Kristins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans vann Fram 2-1 með mark í uppbótartíma.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 KA

„Það er mjög sætt, ég er mjög ánægður með mitt lið í dag. Við urðum fyrir skakkaföllum í fyrri hálfleik, verðum að gera breytingar og lendum undir. Það var gríðarlega góður karakter að koma til baka. Það er ekki auðvelt að koma til baka í þessari deild og vinna leiki eftir að þú lendir 1-0 undir. Það var ekkert allt fullkomið, en við héldum alltaf áfram og uppskerum í lokin. Virkilega sætt," sagði Hallgrímur.

Það þurfti mjög oft að stöðva leikinn vegna meiðsla og þá sérstaklega meiðsli KA manna. Halldór Hermann Jónsson sjúkraþjálfari KA liðsins hefur líkast til aldrei verið svona lengi inná velli síðan hann lagði skóna á hilluna.

„Hann fékk að hlaupa aðeins, hann elskar að hlaupa þannig hann fékk að hlaupa sína metra. Ég hef ekki áður séð tólf mínútna uppbótartíma í fyrri hálfleik en eins og ég segi þá komumst við í gegnum það. Mér fannst strákarnir svara ofboðslega vel. Tímabilið byrjaði erfiðlega, eins og í fyrra. Það er svo frábært fyrir þjálfara hjartað og fyrir KA fólk að sjá, það er mikið búið að ganga á. Ef við leggjum okkur 100% fram fyrir hvorn annan, þá gerast góðir hlutir. Mér fannst í lokin þegar við erum að rembast eins og rjúpan við staurinn að reyna að koma þessu inn. Þá gat það alveg farið þannig að þetta hefði endað í jafntefli, og ég hefði líka verið ánægður þá. Vegna þess hvað menn lögðu á sig, en það er ennþá sætara að sjá hann fara inn."

Birgir Baldvinsson, Rodrigo Gomes Mateo og Hrannar Björn Steingrímsson fóru allir meiddir af velli, en Hallgrímur hefur ekki stórar áhyggjur af því.

„Þetta eru mest högg held ég. Ég held að kannski tveir af þeim eru eitthvað meira en nokkrir dagar, hinir gætu verið klárir í næsta leik. Ég tek það að fá þrjú stig, ég er nú búinn að semja við kollega minn Rúnar að við náðum bikarnum í fyrra og urðum bikarmeistarar. Þeir mega verða bikarmeistarar núna og við fáum að taka þrjú stig hér á Lambhagavellinum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner