Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
   fös 30. maí 2025 21:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds: Vorum ægilegir á breikinu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór vann Fylki í Lengjudeildinni í kvöld. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, var hrikalega ánægður með sitt lið. Liðið sótti virkilega vel á Fylki þegar liðið vann boltann.

„Ánægður með vinnuframlagið og varnarleikurinn var hrikalega öflugur. Svo vorum við ægilegir á breikinu, þetta var frábær frammistaða hjá mínu liði," sagði Siggi.

Lestu um leikinn: Þór 4 -  1 Fylkir

Fylkir jafnaði metin snemma í seinni hálfleik en Þór svaraði strax í næstu sókn.

„Það var í fyrsta sinn sem þeir ná að drippla í gegnum miðsvæðið hjá okkur. Við svörum því frábærlega og það var mjög kærkomið," sagði Siggi.

Varamennirnir Ýmir Már Geirsson og Sverrir Páll Ingason komu að þriðja marki liðsins sem gerði út um leikinn.

„Það var hrikalega öflugt. Þeir sem komu inn á voru fókuseraðir, Sverrir gerir þetta frábærlega var mættur og klárar þetta," sagði Siggi.

Þórsarar vildu fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar Orri Sveinn Segatta hékk í Sigfúsi Fannari Gunnarssyni þegar hann var að sleppa í gegn.

„Það var bara brot. Hangir í honum þegar hann er að sleppa í gegn, mjög furðulegt að dæma ekki á það en það skiptir engu," sagði Siggi.
Athugasemdir