Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   mið 23. september 2020 22:59
Anton Freyr Jónsson
Albert Brynjar: Sterk lið vinna sig úr erfiðum aðstæðum
Albert Brynjar Ingason, leikmaður Kórdrengja
Albert Brynjar Ingason, leikmaður Kórdrengja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eintóm hamingja, akkúrat það sem við ætluðum okkur. Sérstaklega að ná markinu snemma og það tókst. Seinni hálfleikurinn var svolítið erfið fæðing, það kom mjög langur erfiður kafli þar sem þeir ná að setja inn eitt mark sem er klaufaskapur hjá okkur en karakter að halda út og setja svo þriðja markið."voru fyrstu viðbrögð Alberts Brynjars Ingasonar, framherja Kórdrengja eftir 3-1 sigur á Selfossi í kvöld.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 3 -  1 Selfoss

Kórdrengir fara með 2-0 forskot inn í hálfleikinn en Hrvoje Tokic minnkaði muninn í byrjun síðari hálfleiks en Kórdrengir ná inn sterku marki sem kláraði leikinn. Albert Brynjar var sáttur með liðsfélaga sína í dag.

„Algjörlega og sérstaklega öftustu fimm og miðjuna. Það reyndi mikið á þá á löngum kafla í seinni hálfleik og menn þurftu að vera vel á tánum og Selfoss er með gott lið en það sýnir hvað við erum með mikil gæði og mikla reynslu og í raun og veru bara sterkan karakter í þessum hópi."

„Við héldum ílla í boltann á tímabili í seinni hálfleik en sterk lið nær að vinna sig út úr erfiðum aðstæðum og það gerðum við með að setja þriðja markið og eftir það fannst mér við sigla þessu heim eins og topplið gera."

Albert Brynjar Ingason var spurður hvort að hann væri búin að hugsa hvort hann ætli að taka á skarið með liðinu áfram takist liðinu að komast upp í Lengjudeildina.

„Skrokkurinn er fínn en ég hefði kosið að hafa eðlilega tímabil þar sem væri vika milli leikja en ég held að það allir séu í smá basli. Ég held að við höfum spila átta leiki þegar September klárast og það reynir á alla en varðandi næsta tímabil, ég tek eitt ár í einu, núna er ég bara staddur þar og eftir tímabil skoða ég bara en mér líður hrikalega vel hérna og það er hugsað svo vel um okkur í þessum klúbbi og þetta er gert svo professional og ég mun skoða það virkilega vel að vera áfram."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner