Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 23. september 2021 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bailey missir af stórum leikjum hjá Villa
Leon Bailey leikmaður Aston Villa stal senunni er liðið lagði Everton 3-0 í úrvalsdeildinni um helgina.

Hann kom inná sem varamaður og tæpum tíu mínútum síðar lagði hann upp annað mark leiksins og skoraði síðan það þriðja.

Hann þurfti hinsvegar að fara af velli vegna meðsla á læri þegar skammt var eftir af leiknum.

Dean Smith þjálfari Villa hefur staðfest að hann muni ekki spila fyrr en í fyrsta lagi eftir landsleikjahlé í byrjun október og verði vonandi klár fyrir leik gegn Wolves þann 16. október.

Aston Villa á leik gegn Manchester United um helgina og Tottenham um næstu helgi, báða á útivelli.
Athugasemdir