Tariq Lamptey er mættur aftur
Góð byrjun Brighton á tímabilinu hélt áfram í gær þegar liðið vann 2-0 sigur gegn Championship-liðinu Swansea.
Það gengur flest upp hjá Graham Potter og hans lærisveinum en Aaron Connolly skoraði bæði mörkin gegn Swansea.
Brighton hefur nú unnið sex af sjö fyrstu leikjum sínum í öllum keppnum. Í ensku úrvalsdeildinni er liðið aðeins einu stigi frá toppi deildarinnar eftir fimm umferðir.
Það gengur flest upp hjá Graham Potter og hans lærisveinum en Aaron Connolly skoraði bæði mörkin gegn Swansea.
Brighton hefur nú unnið sex af sjö fyrstu leikjum sínum í öllum keppnum. Í ensku úrvalsdeildinni er liðið aðeins einu stigi frá toppi deildarinnar eftir fimm umferðir.
Stuðningsmenn Brighton höfðu yfir fleiru að kætast í gær því Tariq Lamptey spilaði sínar fyrstu 45 mínútur eftir að hafa verið frá í níu mánuði. Gleðitíðindi að þessi ungi og skemmtilegi leikmaður sé mættur út á völlinn að nýju.
Athugasemdir