Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fös 23. september 2022 19:38
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Snorri: Þeir vita alveg að við erum ekki hættir
Davíð Snorri Jónasson
Davíð Snorri Jónasson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins, er viss um að liðið eigi eftir að klára Tékkland í síðari leik liðanna í umspili fyrir Evrópumótið, en þetta sagði hann eftir 2-1 tapið á Víkingsvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Tékkland U21

Ísland komst í forystu á 26. mínútu eftir vítaspyrnu Sævars Atla Magnússonar en Tékkar jöfnuðu átta mínútum síðar og gerði liðið svo sigurmarkið um tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Davíð sá margt jákvætt í leik sinna manna og ætlast til þess að leikmenn klári þá dæmið.

„Kannski ekki það sem við lögðum upp með en þetta er staðan og þetta getur gerst og það góða í þessu er að þetta eru úrslitaleikir og þetta eru hörkuleikir. Við fáum annan séns og við förum út og klárum þetta."

„Nei, ekkert endilega á því. Þetta var jafnt. Við áttum kafla og þeir áttu kafla og í lokin áttum við algjört móment með okkur til að jafna leikinn og ég hefði viljað sjá það. Við þurftum ekki að tapa þessu."

„Það kom kafli þar sem við vorum að reyna að ýta okkur aðeins ofar og svo kom það í lokin. Þeir sem komu inná gerðu það virkilega vel, kraftur og það er það sem við þurfum frá þeim sem koma inn. Það veitir á gott hvernig við kláruðum leikinn."

„Fyrra markið er eitthvað sem gerist. Við erum að verjast föstu leikatriðið og svo nær hann smá 'runni' og nær góðu skoti. Svo kemur cross í seinna og við viljum verjast því, það er klárt. Maður er alltaf svekktur að fá á sig mörk."


Næst á dagskrá er seinni leikurinn gegn Tékkum en en hann er spilaður ytra á þriðjudag.

„Þú getur alltaf valið þér hugarfarið. Þú getur alltaf valið hvaða hugarfar þú ætlar að setja í þetta því þetta er opið og við förum til Tékklands og klárum þetta. Þeir vita alveg að við erum ekki hættir," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner