Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 23. september 2022 07:47
Elvar Geir Magnússon
Spænska sambandið: Ekki á valdsviði leikmanna að reka þjálfara
Jorge Vilda, landsliðsþjálfari Spánar.
Jorge Vilda, landsliðsþjálfari Spánar.
Mynd: Getty Images
Spænska fótboltasambandið hefur staðfest þær fréttir að fimmtán leikmenn kvennalandsliðs Spánar hefðu skrifað tölvupóst og farið fram á að þjálfari liðsins, Jorge Vilda, yrði rekinn.

Spænska sambandið stendur með Vilda og segir það ekki í verkahring leikmanna að reka eða ráða þjálfara.

„Þessar aðgerðir eru langt frá því að vera til fyrirmyndar og eru utan við gildi fótbolta og íþrótta. Að taka þessar ákvarðanir eru ekki á valdsviði leikmanna," segir spænska sambandið.

Leikmennirnir segja að þjálfaratíð Jorge Vilda hefði haft neikvæð áhrif á andlega heilsu sína og að þær muni hætta að spila fyrir landsliðið nema hann verði rekinn.

„Að neita að spila fyrir þjóð sína er litið alvarlegum augum og gæti gert það að verkum að leikmenn fái tveggja til fimm ára brottvísun frá landsliðinu. Sambandið vill aðeins hafa fótboltamenn sem eru stoltir af því að spila fyrir landsliðið og tryggir verkefninu, sama þó það þurfi að spila með unglingalandsliðsmönnum," segir í yfirlýsingu spænska sambandsins.

Vilda er 41 árs og hefur stýrt spænska kvennalandsliðinu síðan 2015. Hann kom liðinu í 8-liða úrslit EM í sumar en liðið tapaði gegn Englandi í vítakeppni, England vann svo mótið.
Athugasemdir
banner
banner