
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við félagið á dögunum. Njarðvík staðfesti í dag að Arnar Smárason muni starfa áfram sem aðstoðarþjálfari liðsins næstu tvö árin.
Arnar var ráðinn til félagsins fyrir tímabilið frá Víði Garði þar sem hann starfaði sem einn af aðalþjálfurum liðsins.
Arnar hefur verið í þjálfun frá árinu 2018 en hann var hjá kvennaliði Þrótti/Víði áður en hann fór til Víðis árið 2021.
Hann var aðstoðarmaður Arnars Hallsonar í upphafi tímabilsins en Gunnar Heiðar tók við af honum í júlí þegar Njarðvík var aðeins með átta stig en honum tókst að bjarga liðinu frá falli.
Athugasemdir