Arnór Sigurðsson hefur byrjað með krafti hjá Blackburn. Hann er í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í dag eftir að hafa jafnað sig af meiðslum.
Blackburn er í heimsókn hjá Ipswich en heimamenn leiða 3-1 eftir hálftíma leik.
Ipswich komst yfir eftir aðeins tæplega fimm mínútna leik. Arnór jafnaði metin aðeins fimm mínútum síðar.
Hann lagði boltann framhjá markmanni Ipswich úr þröngu færi, snyrtilega gert.
???? Arnór Sigurðsson (f.1999)
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) September 23, 2023
???????????????????????????? Blackburn
???? Ipswich
???????? #Íslendingavaktin pic.twitter.com/VlHSXKeikq
Athugasemdir