Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   mán 23. október 2017 22:00
Mist Rúnarsdóttir
Znojmo
Dagný: Okkur finnst gaman að hafa boltann
Kvenaboltinn
Það var létt yfir Dagnýju og íslenska liðinu á æfingu í Znojmo í dag
Það var létt yfir Dagnýju og íslenska liðinu á æfingu í Znojmo í dag
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Fótbolti.net náði tali af Dagný Brynjarsdóttur fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Znojmo fyrr í dag. Dagný og liðsfélagar undirbúa sig af krafti fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum í undankeppni HM 2019 sem spilaður verður á morgun.

„Ég held við séum orðnar mjög klárar. Við tókum tvo góða fundi í gær og fórum yfir Tékkana. Við erum að fara á æfingu núna seinna í dag og þá förum við yfir lokaatriðin en ég held að við séum orðnar klárar,“ sagði Dagný og sagði frá andstæðingunum.

„Þær eru öflugar. Spila flestar í tveimur toppliðum í Tékklandi og bæði liðin eru inní Meistaradeildinni. Svo eru þær með 2-3 leikmenn sem spila í þýsku Bundesligunni. Þær eru öflugar. Snöggar, sterkar, teknískar og með góða sendingagetu þannig að þetta verður hörkuleikur.“

En hefur hún hugmynd um hvernig tékknesku liðin standa í samanburði við liðin í Pepsi-deildinni heima á Íslandi?

„Nei, svosem ekki. Maður verður bara að sjá þegar þær mæta Stjörnunni,“ svaraði Dagný sem telur að svo gæti farið að íslenska liðið verði mögulega meira með boltann á morgun heldur en gegn Þjóðverjum á föstudag.

„Ég held að það henti okkur bara vel. Okkur finnst gaman að hafa boltann og við þurfum bara að vera rólegar og yfirvegaðar. Velja réttar sendingaleiðir, vera einbeittar varnarlega og nýta færin okkar sóknarlega.“

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner