Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 23. október 2021 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Langar að prófa sig í efstu deild - Fengið boð erlendis frá
Lengjudeildin
Chechu Meneses.
Chechu Meneses.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jesús María Meneses Sabater eða Chechu eins og hann er oftast kallaður gæti verið á förum frá Vestra. Hann hefur ekki náð samkomulagi um nýjan samning við félagið.

Chechu spilaði með Leikni F. í fyrra en söðlaði um og gekk í raðir Vestra fyrir tímabilið í ár. Hann er 26 ára örvfættur Spánverji sem spilar sem miðvörður.

Fótbolti.net ræddi stuttlega við Chechu í vikunni og spurði hann út í stöðu mála. Af hverju verðuru ekki áfram hjá Vestra?

„Ég er mjög þakklátur Vestra og naut þess mikið að spila með liðinu í sumar. Við náðum að búa til frábæra stemningu og vorum eins og fjölskylda. Þetta er eitt flottasta félag á Íslandi en mig langar að skoða möguleikann á því að spila í efstu deild á næsta tímabili," sagði Chechu.

Þannig þig langar að vera áfram á Íslandi?

„Ég hef fengið tilboð um að spila í öðrum löndum en mér líður vel á Íslandi og finnst ég hafa aðlagast íslenskum fótbolta vel. Ég væri til í að halda ferli mínum áfram á Íslandi."

Þú hefur spilað á Fáskrúðsfirði og á Ísafirði. Líður þér betur í smærri kaupstöðum?

„Það skiptir mig ekki miklu máli hvar ég er þegar kemur að fótboltanum. Ég hugsa meira út hvað félagið og liðið ætlar sér burtséð frá því hvar ég er staddur. Ég náði að aðlagast báðum þessum stöðum vel og tel mig geta gert það á fleiri stöðum," sagði Chechu.

Tímabilið 2020 skoraði hann fimm mörk í tólf leikjum með Leikni. Í sumar skoraði hann tvö mörk í sautján leikjum með Vestra í deildinni og eitt mark í fimm leikjum í deildinni.
Athugasemdir