Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. nóvember 2022 15:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Maður er í sjokki eftir þetta
Þjóðverjar eru án stiga eftir fyrsta leik. Óvænt tap.
Þjóðverjar eru án stiga eftir fyrsta leik. Óvænt tap.
Mynd: Getty Images
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Japan vann mjög svo óvæntan sigur gegn Þýskalandi í fyrstu umferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins í dag.

Þjóðverjar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og þeir komust yfir er Ilkay Gundogan skoraði af vítapunktinum eftir að markvörður Japan braut af sér. En í seinni hálfleik komu Japanir til baka og kláruðu leikinn með 2-1 sigri.

„Þetta var ótrúlegur seinni hálfleikur. Ég vil hrósa þjálfara Japan, Moriyasu. Þeir breyttu í 3-4-3, stigu upp og pressuðu Þjóðverjana. Þeir höfðu líka heppnina með sér," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, á RÚV eftir leik.

„Þjóðverjar og allir áhorfendur voru að bíða eftir öðru marki þeirra en það kom aldrei. Um leið og fyrsta mark Japana kom þá óx þeim ásmegin. Þeir höfðu trú á verkefninu."

„Maður er samt í sjokki eftir þetta því Þjóðverjar voru svo flottir í fyrri hálfleik og með mikla yfirburði. Það má benda á að þeir urðu mögulega of værukærir. Þeir skiptu Gundogan og Müller út af og töldu leikinn vera unninn. En ég vil helst einbeita mér að því að hrósa Japan, þeir voru frábærir."

Japan, sem var bara 19 prósent með boltann í fyrri hálfleik, náði að jafna metin á 75. mínútu þegar Ritsu Doan skoraði og á 83. mínútu gerði Takuma Asano, sem leikur með Bochum í Þýskalandi, sigurmarkið.

Arnar og Adda Baldursdóttir töluðu um það hvernig þjálfaði Japan hefði brugðist taktískt við, hann fór í þriggja manna vörn og fyllti vel í millisvæðin. Líkt og Þjóðverjar höfðu verið að gera í sóknaruppleggi sínu í fyrri hálfleiknum.

„Frá og með 60. mínútu þá byrja Þjóðverjarnir að þjást. Þú getur ekki tekið leikhlé. Þeir brugðust mjög illa við því sem Japanir voru að gera vel. Svo vakna þeir við vondan draum síðustu tíu mínúturnar," sagði Arnar en Japanir sköpuðu sína heppni í þessum leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner