Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. nóvember 2022 18:37
Brynjar Ingi Erluson
Áttu ekki eina skottilraun - Ekki gerst síðan 1990
Mynd: EPA
Kosta Ríka átti ekki eina skottilraun í 7-0 tapi liðsins gegn Spánverjum á HM í Katar í kvöld en þetta hefur ekki gerst síðan árið 1990 og var það einmitt Kosta Ríka sem átti í hlut þá.

Spánverjar voru bókstaflega með öll völd á Al-Thumama-leikvanginum í kvöld og sundurspiluðu andstæðinga sína.

Spænska liðið var 82 prósent með boltann í leiknum og áttu 1043 sendingar gegn 231 sendingu Kosta Ríka.

Þá átti Kosta Ríka ekki eina skottilraun á markið í leiknum en það hefur aðeins einu sinni áður gerst á heimsmeistaramóti eftir 1966. Það var árið 1990 og var það einmitt Kosta Ríka í 1-0 tapi fyrir Brasilíu.

Ekkert sérstök frammistaða hjá liðinu sem á eftir að mæta Japan og Þýskalandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner