mið 23. nóvember 2022 16:20
Elvar Geir Magnússon
Leikvangur í nærmynd: Fótboltinn siglir inn í nýja tíma
Mynd: Getty Images
Frakkland vann 4-1 sigur gegn Ástralíu á HM í Katar í gær en það var fyrsti leikur mótsins á Al Janoub leikvangnum. Á þeim leikvangi verða alls sex leikir í riðlakeppninni og einn leikur í 16-liða úrslitum.

Al Janoub er eins og leikvangur úr vísindaskáldsögu, mjög framtíðarlegur og er hannaður eftir bátum sem notaðir hafa verið fyrir perlukafara í Katar.

Við leikvanginn er íþróttamiðstöð með sundlaugum og líkamsræktarstöð.

Leikvangurinn tekur tæplega 45 þúsund áhorfendur en eftir HM verður hann minnkaður um helming og verður heimavöllur Al Wakrah.

Taktu flugið um Al Janoub leikvanginn:


Kynningarmyndband vallarins:


Sjá einnig:
Al Bayt leikvangurinn
Khalifa þjóðarleikvangurinn
Leikvangur 974
Lusail leikvangurinn
Ahmat Bin Ali leikvangurinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner