Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   mið 23. nóvember 2022 21:27
Brynjar Ingi Erluson
Ratcliffe ætlar að bjóða í Man Utd
Sir Jim Ratcliffe
Sir Jim Ratcliffe
Mynd: EPA
Breski auðkýfingurinn Sir Jim Ratcliffe ætlar að leggja fram tilboð í enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United en þetta herma heimildir Telegraph.

Milljarðamæringurinn er mikill stuðningsmaður United og sýndi meðal annars áhuga á því að kaupa félagið fyrr í sumar er það bárust fréttir af því að Glazer-fjölskyldan ætlaði sér að selja félagið.

Hann er nú reiðubúinn að leggja fram tilboð í Manchester United eftir að enska félagið sendi frá sér yfirlýsingu um að fjölskyldan væri í þeim hugleiðingum að selja hlut sinn.

Talið er að Glazer-fjölskyldan vilji fá 5 milljarða punda fyrir félagið en Ratcliffe ætlar ekki að láta plata sig.

Fjárfestingabankinn Raine Group sér um söluna á United en bankinn sá einnig um söluna á Chelsea í sumar. Ratcliffe lagði fram tilboð í Chelsea í sumar en það var of seint og hafði Todd Boehly betur í baráttunni.

INEOS-fjárfestingahópurinn, sem er í eigu Ratcliffe, er nú að undirbúa tilboð í United. Hópurinn er með eina reglu og það er að slík fjárfesting þurfi að skila sér í gróða á innan við þremur árum og er eitt víst að Ratcliffe er klókur viðskiptamaður og mun ástríða hans fyrir félaginu ekki hafa áhrif á ákvörðunina ef hún telst ekki rökrétt.

„Ég hitti Joel og Avram og þetta er indælasta fólk sem ég hef hitt, en þeir vilja ekki selja félagið. Ef félagið hefði verið til sölu í sumar þá hefðum við örugglega látið vaða, sérstaklega eftir þetta dæmi með Chelsea, en við getum ekki bara beðið og vonað eftir því einn daginn Manchester United verði til sölu,“ sagði Ratcliffe fyrr í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner