Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 23. nóvember 2022 14:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskur ráðherra situr við hlið Infantino með 'OneLove' band
Úr stúkunni.
Úr stúkunni.
Mynd: EPA
Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands, styður leikmenn þýska landsliðsins í baráttunni gegn hvers kyns mismunun.

Hún situr núna í stúkunni á leik Þýskalands og Japan með svokallað 'OneLove' band sem FIFA og stjórnvöld í Katar tóku sameiginlega ákvörðun um að banna.

Við hlið Faeser í stúkunni er hinn umdeildi forseti FIFA, Gianni Infantino.

Fyrir leikinn í dag þá héldu Þjóðverjar fyrir munnun til merkis um þá þöggun sem þeir hafa orðið fyrir af hálfu FIFA.

Þjóðverjar eru ósáttir við það að fá ekki að bera 'OneLove' fyrirliðabandið. FIFA byrjaði vikuna á því að banna böndin sem átti að nota til að mótmæla hvers kyns mismunun. Böndin eru í regnbogalit en samkynhneigð er bönnuð í Katar.

Þjóðverjar eru virkilega ósáttir við framkomu FIFA og ætla sér í mál við Alþjóðaknattspyrnusambandið.


Athugasemdir
banner
banner
banner