Man Utd ætlar að selja Antony - Zirkzee til Arsenal?
   lau 24. febrúar 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Ari Leifs byrjar á sigri hjá Kolding
Mynd: Kolding
Horsens 1 - 2 Kolding
0-1 Asker Beck ('59)
1-1 Simon Becher ('74)
1-2 Isak Taannander ('81)
Rautt spjald: Jakob Ankersen, Horsens ('62)

Ari Leifsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Kolding í danska boltanum í gær, er liðið vann góðan útisigur gegn Horsens í næstefstu deild.

Kolding tók forystuna á 59. mínútu og skömmu síðar fékk leikmaður Horsens beint rautt spjald.

Tíu heimamenn voru þó ekki á því að gefast upp og náðu að setja inn jöfnunarmark í síðari hálfleik en gleðin var skammlíf vegna þess að Isak Taannander skoraði sigurmark Kolding á 81. mínútu.

Davíð Ingvarsson var ónotaður varamaður í liði Kolding, á meðan Thomas Mikkelsen, fyrrum framherji Breiðabliks, kom inn af bekknum.

Kolding er um miðja deild, með 28 stig eftir 19 umferðir, en þarf að safna stigum hraðar til að eiga möguleika á að vinna sér inn sæti í efstu deild fyrir næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner