Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   fös 24. mars 2023 21:04
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappe kominn með 37 landsliðsmörk
Mynd: EPA

Hinn 24 ára gamli Kylian Mbappe er búinn að skora og leggja upp í viðureign Frakklands gegn Hollandi í undankeppni Evrópumótsins.


Viðureignin fer fram í Frakklandi og voru heimamenn komnir með þriggja marka forystu eftir rétt rúmar 20 mínútur.

Mbappe skoraði þriðja markið og gerði þar með sitt 37. landsliðsmark í 67. landsleiknum en hann er þar með orðinn fimmti markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi.

Mbappe er búinn að jafna Karim Benzema en þar fyrir ofan koma Michel Platini, Antoine Griezmann, Thierry Henry og Olivier Giroud. Giroud er markahæstur með 53 mörk.

Sjáðu 37. landsliðsmark Kylian Mbappe




Athugasemdir
banner
banner
banner