Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 24. maí 2019 17:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary Martin yfirgefur Val (Staðfest)
Gary Martin gerði þriggja ára samning við Val síðasta vetur.
Gary Martin gerði þriggja ára samning við Val síðasta vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og Gary Martin hafa komist að samkomulagi um starfslok. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Val.

Við sögðum frá því fyrr í dag að Valur væri að reyna að semja við Gary um starfslok og nú hefur samkomulag náðst.

Í vetur gerði Valur þriggja ára samning við enska sóknarmanninn og skoraði hann tvö mörk í fyrstu þremur leikjum mótsins. Eftir það hefur hann hins vegar verið í frystikistunni og ekki fengið að æfa með liðinu.

Íslandsmeistarar Vals fara illa af stað í Pepsi Max-deildinni, eru aðeins með fjögur stig í níunda sætinu eftir fimm umferðir.

Tilkynning Vals
Knattspyrnufélagið Valur og Gary Martin hafa komist að samkomulagi um starfslok leikmannsins og eru báðir aðilar sáttir með málalok

Gary Martin hafði þetta að segja um slitin á samningi aðila:

„Ég kveð þennan leikmannahóp og þetta félag með söknuði. Þetta er stór klúbbur eins og árangur undanfarinna ára sýnir. Gagnvart mér var staðið við allt og auk þess var öll aðstaða og búnaður fyrsta flokks. Það er bara stundum þannig að menn eiga ekki skap saman. Þannig var það með okkur Óla. Og þá þarf að taka á því. Það erum við að gera með því að semja um starfslok þannig að ég geti spilað þar sem óskað er eftir kröftum mínum. Ég vona að félaginu gangi allt í haginn."

Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals er leiður yfir því að þetta þyrfti að fara svona.

„Við erum ólíkir karakterar og með svolítið ólíkar áherslur og því varð að samkomulagi að slíta samningi aðila með samkomulagi. Gary er góður drengur og ég óska honum alls hins besta í framtíðinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner