Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
   mið 24. maí 2023 13:30
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Ekki tilviljun að Ítalía á þrjú lið í úrslitum í Evrópu
Mynd: EPA
Þann 10. júní mætast Manchester City og Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram í Istanbúl.

Þetta er fyrsti úrslitaleikur Inter í Evrópu síðan 2010 þegar liðið vann bikarinn með stóru eyrun með Jose Mourinho við stjórnvölinn.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er byrjaður að skoða Inter gaumgæfilega fyrir úrslitaleikinn.

„Ég er byrjaður að horfa á aðeins á Inter, ég er búinn að skoða nokkrar stöður og ég er hrifinn af því sem ég hef séð," sagði Guardiola við Gazzettuna.

„Hvernig líkamstjáningin er hjá þeim hreif mig. Eftir að hafa horft á þá hringdi ég í nokkra vini mína á Ítalíu og fékk þeirra skoðun. Þeir sögðu mér allir að vera vel á verði því þeir séu með hörkilið. Ég hef séð það með því að skoða þessar klippur."

„Inter getur alveg unnið okkur, þeir hafa þegar unnið þessa keppni þrisvar og við aldrei. En við viljum spila betur svo þetta endurtaki sig ekki."

Inter er eitt af þremur liðum sem hafa komist í úrslitaleik í Evrópukeppni á þessu tímabili. Roma mætir Sevilla í Evrópudeildinni og Fiorentina leikur gegn West Ham í Sambandsdeildinni.

„Það er engin tilviljun að þrjú ítölsk félög séu í úrslitum og önnur náðu í undanúrslit. Ég spilaði á Ítalíu. Ég þekki hugarfarið. Gleymum því ekki að ítalska deildin var besta deild Evrópu fyrir 20 árum og þar vildu allir leikmenn og þjálfarar vera. Ítalía hefur unnið HM fjórum sinnum. Þeir eru með þetta hugarfar og úrslitaleikur gegn ítölsku liði er alltaf snúinn."

Þess má geta að Inter og Fiorentina mætast í úrslitaleik ítalska bikarsins á Ólympíuleikvangnum í Róm í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner