Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 24. maí 2024 22:16
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Þór/KA valtaði yfir Tindastól
Þór/KA er að eiga fanta góða byrjun í Bestu deildinni
Þór/KA er að eiga fanta góða byrjun í Bestu deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA 5 - 0 Tindastóll
1-0 Agnes Birta Stefánsdóttir ('13 )
2-0 Karen María Sigurgeirsdóttir ('18 )
3-0 Iðunn Rán Gunnarsdóttir ('33 )
4-0 Sandra María Jessen ('45 )
5-0 Emelía Ósk Kruger ('83 )
Rautt spjald: Konráð Freyr Sigurðsson, Tindastóll ('18) Lestu um leikinn

Þór/KA er komið upp í annað sæti Bestu deildar kvenna eftir að hafa valtaði yfir Tindastól, 5-0, í 6. umferð deildarinnar í Boganum í kvöld.

Leikurinn var einstefna meira og minna allan leikinn. Agnes Birta Stefánsdóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir skoruðu með fimm mínútna millibili snemma leiks.

Agnes skoraði með skalla eftir hornspyrnu en Karen María skoraði eftir að rangstöðutaktík Tindastóls misheppnaðist svakalega. Hulda Björg Hannesdóttir kom með langan bolta fram og fór Karen ein í gegn og skoraði.

Í kjölfarið fékk Konráð Freyr Sigurðsson, annar af þjálfurum Tindastóls, að líta tvö gul spjöld og þar með rautt.

Þór/KA hélt áfram að pressa á gestina og kom þriðja markið á 33. mínútu. Monica Wilhelm varði skalla Kimberley Dóru Hjálmarsdóttur út í teiginn á Iðunni Rán Gunnarsdóttur sem skoraði af öryggi.

Sandra María Jessen, sem var með níu deildarmörk fyrir þennan leik, gerði tíunda mark sitt undir lok hálfleiksins. Iðunn Rán átti langa sendingu fram völlinn á Söndru, sem gerði frábærlega í að koma sér í gegn áður en hún lét vaða við vítateigslínuna.

Emelía Ósk Kruger kom inn af bekknum hjá Þór/KA á 79. mínútu og rak síðasta naglann í kistu Tindastóls fjórum mínútum síðar. Sonja Björg Sigurðardóttir, sem kom einnig inn á sem varamaður, kom með fyrirgjöfina á hausinn á Emelíu sem gerði vel í að stanga boltann í netið.

Öruggur og sannfærandi sigur Þór/KA, sem fer upp í annað sæti deildarinnar með 15 stig. Tindastóll er á meðan í 6. sæti með 6 stig.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 9 8 0 1 25 - 4 +21 24
2.    Valur 8 7 0 1 26 - 9 +17 21
3.    Þór/KA 8 6 0 2 22 - 9 +13 18
4.    FH 8 4 1 3 11 - 13 -2 13
5.    Víkingur R. 9 3 3 3 13 - 17 -4 12
6.    Stjarnan 8 3 0 5 12 - 23 -11 9
7.    Tindastóll 8 2 1 5 9 - 17 -8 7
8.    Keflavík 8 2 0 6 7 - 17 -10 6
9.    Fylkir 8 1 2 5 9 - 19 -10 5
10.    Þróttur R. 8 1 1 6 7 - 13 -6 4
Athugasemdir
banner
banner
banner