Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
banner
   fös 24. maí 2024 20:47
Brynjar Ingi Erluson
Skoraði fyrsta deildarmark sitt fyrir Blika - „Þetta kryddar aðeins upp á leikinn“
Kvenaboltinn
Barbára fagnar sigurmarki sínu gegn Val
Barbára fagnar sigurmarki sínu gegn Val
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Barbára Sól Gísladóttir valdi sér hárréttan tímapunkt til að skora fyrsta deildarmark sitt fyrir Breiðablik en hún gerði sigurmarkið í 2-1 sigri á Val í titilbaráttu Bestu deildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

Bakvörðurinn féll niður í Lengjudeildina með Selfyssingum í fyrra en vildi halda áfram að spila með þeim allra bestu og samdi því við Breiðablik.

Barbára, sem er 23 ára gömul, hefur verið að spila vel með Blikum og var það hún sem sá til þess að liðið heldur sæti sínu á toppnum.

„Þetta var geggjuð tilfinning. Þetta var mjög kaflaskiptur leikur, bæði fyrri og seinni hálfleikur. Við vorum eiginlega með þær í seinni hálfleik og þetta bara toppaði þetta,“ sagði Barbára við Fótbolta.net. eftir leik.

Aðstæður voru erfiðar. Mikill vindur, sem hafði mikil áhrif á leikinn.

„Þetta voru erfiðar aðstæður, mikill vindur og mættum ekki til fyrri hálfleiks. Við vorum ekki að sýna okkar besta leik þannig við komum út í seinni hálfleik með karakter og börðumst. Við sigldum þessu heim.“

„Eins og allir aðrir leikir. Við stjórnum ekki veðrinu og það hefði auðvitað verið geggjað ef það hefði verið sól og blíða en þetta kryddar aðeins upp á leikinn.“


Barbára gerði sigurmark með skalla eftir fyrirgjöf Öglu Maríu Albertsdóttur.

„Við vorum nokkrar þarna einar inn í teig og ég öskra bara á boltann og fæ hann og sé hann í netinu.“

„Það er geggjað. Ég er búin að bíða eftir markinu og fyrsta markið í deildinni. Alltaf sætt að skora.“


Það er útlit fyrir spennandi titilbaráttu á þessu tímabili en Blikar hafa unnið alla sex leiki sína á meðan Valur hefur unnið fimm.

„Þetta var sex stiga leikur. Bæði lið með jafn mörg stig og ósigraðar. Geggjað að ná að vinna þennan leik og halda sér á toppnum. Við þurfum bara alltaf að halda áfram og sýna hvað í okkur býr. Við þurfum að mæta í alla leiki til að vinna þá, þetta er sterk deild og þurfum bara að halda áfram,“ sagði hún enn fremur en hún talar einnig um vonbrigðin að vera ekki í landsliðinu í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner