Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fös 24. maí 2024 20:47
Brynjar Ingi Erluson
Skoraði fyrsta deildarmark sitt fyrir Blika - „Þetta kryddar aðeins upp á leikinn“
Kvenaboltinn
Barbára fagnar sigurmarki sínu gegn Val
Barbára fagnar sigurmarki sínu gegn Val
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Barbára Sól Gísladóttir valdi sér hárréttan tímapunkt til að skora fyrsta deildarmark sitt fyrir Breiðablik en hún gerði sigurmarkið í 2-1 sigri á Val í titilbaráttu Bestu deildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

Bakvörðurinn féll niður í Lengjudeildina með Selfyssingum í fyrra en vildi halda áfram að spila með þeim allra bestu og samdi því við Breiðablik.

Barbára, sem er 23 ára gömul, hefur verið að spila vel með Blikum og var það hún sem sá til þess að liðið heldur sæti sínu á toppnum.

„Þetta var geggjuð tilfinning. Þetta var mjög kaflaskiptur leikur, bæði fyrri og seinni hálfleikur. Við vorum eiginlega með þær í seinni hálfleik og þetta bara toppaði þetta,“ sagði Barbára við Fótbolta.net. eftir leik.

Aðstæður voru erfiðar. Mikill vindur, sem hafði mikil áhrif á leikinn.

„Þetta voru erfiðar aðstæður, mikill vindur og mættum ekki til fyrri hálfleiks. Við vorum ekki að sýna okkar besta leik þannig við komum út í seinni hálfleik með karakter og börðumst. Við sigldum þessu heim.“

„Eins og allir aðrir leikir. Við stjórnum ekki veðrinu og það hefði auðvitað verið geggjað ef það hefði verið sól og blíða en þetta kryddar aðeins upp á leikinn.“


Barbára gerði sigurmark með skalla eftir fyrirgjöf Öglu Maríu Albertsdóttur.

„Við vorum nokkrar þarna einar inn í teig og ég öskra bara á boltann og fæ hann og sé hann í netinu.“

„Það er geggjað. Ég er búin að bíða eftir markinu og fyrsta markið í deildinni. Alltaf sætt að skora.“


Það er útlit fyrir spennandi titilbaráttu á þessu tímabili en Blikar hafa unnið alla sex leiki sína á meðan Valur hefur unnið fimm.

„Þetta var sex stiga leikur. Bæði lið með jafn mörg stig og ósigraðar. Geggjað að ná að vinna þennan leik og halda sér á toppnum. Við þurfum bara alltaf að halda áfram og sýna hvað í okkur býr. Við þurfum að mæta í alla leiki til að vinna þá, þetta er sterk deild og þurfum bara að halda áfram,“ sagði hún enn fremur en hún talar einnig um vonbrigðin að vera ekki í landsliðinu í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner