Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   fös 24. maí 2024 20:47
Brynjar Ingi Erluson
Skoraði fyrsta deildarmark sitt fyrir Blika - „Þetta kryddar aðeins upp á leikinn“
Barbára fagnar sigurmarki sínu gegn Val
Barbára fagnar sigurmarki sínu gegn Val
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Barbára Sól Gísladóttir valdi sér hárréttan tímapunkt til að skora fyrsta deildarmark sitt fyrir Breiðablik en hún gerði sigurmarkið í 2-1 sigri á Val í titilbaráttu Bestu deildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

Bakvörðurinn féll niður í Lengjudeildina með Selfyssingum í fyrra en vildi halda áfram að spila með þeim allra bestu og samdi því við Breiðablik.

Barbára, sem er 23 ára gömul, hefur verið að spila vel með Blikum og var það hún sem sá til þess að liðið heldur sæti sínu á toppnum.

„Þetta var geggjuð tilfinning. Þetta var mjög kaflaskiptur leikur, bæði fyrri og seinni hálfleikur. Við vorum eiginlega með þær í seinni hálfleik og þetta bara toppaði þetta,“ sagði Barbára við Fótbolta.net. eftir leik.

Aðstæður voru erfiðar. Mikill vindur, sem hafði mikil áhrif á leikinn.

„Þetta voru erfiðar aðstæður, mikill vindur og mættum ekki til fyrri hálfleiks. Við vorum ekki að sýna okkar besta leik þannig við komum út í seinni hálfleik með karakter og börðumst. Við sigldum þessu heim.“

„Eins og allir aðrir leikir. Við stjórnum ekki veðrinu og það hefði auðvitað verið geggjað ef það hefði verið sól og blíða en þetta kryddar aðeins upp á leikinn.“


Barbára gerði sigurmark með skalla eftir fyrirgjöf Öglu Maríu Albertsdóttur.

„Við vorum nokkrar þarna einar inn í teig og ég öskra bara á boltann og fæ hann og sé hann í netinu.“

„Það er geggjað. Ég er búin að bíða eftir markinu og fyrsta markið í deildinni. Alltaf sætt að skora.“


Það er útlit fyrir spennandi titilbaráttu á þessu tímabili en Blikar hafa unnið alla sex leiki sína á meðan Valur hefur unnið fimm.

„Þetta var sex stiga leikur. Bæði lið með jafn mörg stig og ósigraðar. Geggjað að ná að vinna þennan leik og halda sér á toppnum. Við þurfum bara alltaf að halda áfram og sýna hvað í okkur býr. Við þurfum að mæta í alla leiki til að vinna þá, þetta er sterk deild og þurfum bara að halda áfram,“ sagði hún enn fremur en hún talar einnig um vonbrigðin að vera ekki í landsliðinu í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner