Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fös 24. maí 2024 20:47
Brynjar Ingi Erluson
Skoraði fyrsta deildarmark sitt fyrir Blika - „Þetta kryddar aðeins upp á leikinn“
Kvenaboltinn
Barbára fagnar sigurmarki sínu gegn Val
Barbára fagnar sigurmarki sínu gegn Val
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Barbára Sól Gísladóttir valdi sér hárréttan tímapunkt til að skora fyrsta deildarmark sitt fyrir Breiðablik en hún gerði sigurmarkið í 2-1 sigri á Val í titilbaráttu Bestu deildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

Bakvörðurinn féll niður í Lengjudeildina með Selfyssingum í fyrra en vildi halda áfram að spila með þeim allra bestu og samdi því við Breiðablik.

Barbára, sem er 23 ára gömul, hefur verið að spila vel með Blikum og var það hún sem sá til þess að liðið heldur sæti sínu á toppnum.

„Þetta var geggjuð tilfinning. Þetta var mjög kaflaskiptur leikur, bæði fyrri og seinni hálfleikur. Við vorum eiginlega með þær í seinni hálfleik og þetta bara toppaði þetta,“ sagði Barbára við Fótbolta.net. eftir leik.

Aðstæður voru erfiðar. Mikill vindur, sem hafði mikil áhrif á leikinn.

„Þetta voru erfiðar aðstæður, mikill vindur og mættum ekki til fyrri hálfleiks. Við vorum ekki að sýna okkar besta leik þannig við komum út í seinni hálfleik með karakter og börðumst. Við sigldum þessu heim.“

„Eins og allir aðrir leikir. Við stjórnum ekki veðrinu og það hefði auðvitað verið geggjað ef það hefði verið sól og blíða en þetta kryddar aðeins upp á leikinn.“


Barbára gerði sigurmark með skalla eftir fyrirgjöf Öglu Maríu Albertsdóttur.

„Við vorum nokkrar þarna einar inn í teig og ég öskra bara á boltann og fæ hann og sé hann í netinu.“

„Það er geggjað. Ég er búin að bíða eftir markinu og fyrsta markið í deildinni. Alltaf sætt að skora.“


Það er útlit fyrir spennandi titilbaráttu á þessu tímabili en Blikar hafa unnið alla sex leiki sína á meðan Valur hefur unnið fimm.

„Þetta var sex stiga leikur. Bæði lið með jafn mörg stig og ósigraðar. Geggjað að ná að vinna þennan leik og halda sér á toppnum. Við þurfum bara alltaf að halda áfram og sýna hvað í okkur býr. Við þurfum að mæta í alla leiki til að vinna þá, þetta er sterk deild og þurfum bara að halda áfram,“ sagði hún enn fremur en hún talar einnig um vonbrigðin að vera ekki í landsliðinu í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner