Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 24. júní 2021 01:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Kría flýgur hátt og fullt af mörkum
Einar Bjarni gerði tvennu fyrir Kríu.
Einar Bjarni gerði tvennu fyrir Kríu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KH vann góðan sigur.
KH vann góðan sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hjörtur Júlíus skoraði þrennu.
Hjörtur Júlíus skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kría flýgur hátt í A-riðli 4. deildar karla; það fær hana ekkert stöðvað. Kría lenti í smá vandræðum gegn Birninum í gærkvöld og var lengi vel undir.

Milos Bursac kom Birninum yfir á 19. mínútu og var staðan frekar óvænt 1-0 í hálfleik fyrir gestunum. Kría jafnaði metin um miðbik seinni hálfleiks er Jóhannes Hilmarsson skoraði. Ólafur Stefán Ólafsson kom Kríu svo yfir áður en Viðar Þór Sigurðsson og Einar Bjarni Ómarsson skoruðu báðir tvennu.

Lokatölur 6-1 fyrir Kríu sem hefur unnið alla leiki sína til þessa í A-riðlinum. Kría er í sérflokki í riðlinum.

Í B-riðli eru KH og Hamar saman á toppnum með 19 stig eftir sjö leiki. Hamar var ekki að spila í gærkvöld, en KH vann öruggan sigur á Stokkseyri þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft undir lok leiksins.

Botnlið Gullfákans fékk á sig níu mörk gegn Smára, sem er í fimmta sæti riðilsins með átta stig. Lokatölur þar voru 9-0. Þá skoraði Hjörtur Júlíus Hjartarson þrennu fyrir SR í 6-0 sigri á KFB. SR er í þriðja sæti riðilsins með 15 stig.

Þá var einn leikur í C-riðli, en þar hafði Ýmir betur gegn KM, 3-0. Ýmir er í öðru sæti riðilsins, einu stigi á eftir toppliði KÁ eftir sjö leiki. KM hefur ekki átt sérstaklega gott sumar og er án stiga eftir sex leiki.

A-riðill:
Kría 6 - 1 Björninn
0-1 Milos Bursac ('19)
1-1 Jóhannes Hilmarsson ('64)
2-1 Ólafur Stefán Ólafsson ('77)
3-1 Viðar Þór Sigurðsson ('79)
4-1 Einar Bjarni Ómarsson ('85)
5-1 Einar Bjarni Ómarsson ('90)
6-1 Viðar Þór Sigurðsson ('90)

B-riðill:
Smári 9 - 0 Gullfákinn
1-0 Sverrir Haukur Gíslason ('14)
2-0 Óliver Máni Scheving ('19)
3-0 Viorel Razor ('23, sjálfsmark)
4-0 Elís Maron Hannesson ('35)
5-0 Sölvi Santos ('40)
6-0 Sindri Sigvaldason ('56)
7-0 Sindri Sigvaldason ('69)
8-0 Viktor Örn Gunnarsson ('78)
9-0 Viktor Örn Gunnarsson ('81)

SR 6 - 0 KFB
1-0 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('1)
2-0 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('45)
3-0 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('63)
4-0 Tóbías Ingvarsson ('65)
5-0 Jakob Óli Bergsveinsson ('78)
6-0 Alexander Máni Patriksson ('90)

KH 3 - 0 Stokkseyri
1-0 Jóhann Hrafn Jóhannsson ('24)
2-0 Patrik Írisarson Santon ('46)
3-0 Sigfús Kjalar Árnason ('61)
Rautt spjald: Aron Þormar Lárusson, Stokkseyri ('81), Jósef Ólason, KH ('82)

C-riðill:
Ýmir 3 - 0 KM
1-0 Bjarki Freyr Guðmundsson ('13, víti)
2-0 Bjarki Freyr Guðmundsson ('39)
3-0 Aron Björn Leifsson ('89, sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner