Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   sun 24. júlí 2016 22:44
Gunnar Birgisson
Rúnar Páll: Fannst þetta vera aukaspyrna
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Við kláruðum þetta á seiglunni," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir dramatískan 2-1 sigur á Fylki í kvöld.

Hilmar Árni Halldórsson skoraði tvívegis undir lokin og tryggði Stjörnunni sigur.

„Þetta var erfitt í dag. Fylkismenn voru öflugir og spiluðu varnarleikinn feykilega vel. Við fundum litlar sem engar glufur. Þetta er sætt fyrir okkur en sárt fyrir þá að fá tvö mörk á sig í lokin," sagði Rúnar

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Stjarnan

Hilmar Árni jafnaði úr aukaspyrnu en Fylkismenn voru afar ósáttir með þann dóm hjá Valdimari Pálssyni.

„Mér fannst þetta vera aukaspyrna. Það er alveg klárt. Dómarinn átti kannski ekki sinn besta leik. Línan hans var svolítið teygð. Hann dæmdi á eitt en síðan kom alveg eins brot og þá dæmdi hann ekki. Þeir geta verið fúlir yfir dómgæslunni eins og við."

Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, hefur ekki skorað síðan 12. maí. Er það áhyggjuefni'

„Það er ekki áhyggjuefni. Fyrir þessa umferð höfðum við skorað næstflest mörkin í deildinni. Það er dreifð markaskorun og Guðjón vinnur feykilega vel fyrir liðið. Það er hans styrkleiki. Ef aðrir skora þá skiptir það ekki máli. Guðjón er öflugur leikmaður og góður í sínu hlutverki."

Jeppe Hansen fór í KR á dögunum en Rúnar reiknar ekki með liðsstyrk áður en félagaskiptaglugginn lokar.

„Við sjáum hvernig það fer. Við erum með öflugan hóp og það eru engar pælingar í að styrkja okkur eitthvað frekar," sagði Rúnar.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner