Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 24. júlí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd fær leikmann frá Chelsea í James-skiptunum
Hannah Blundell.
Hannah Blundell.
Mynd: Getty Images
Manchester United seldi í gær hina efnilegu Lauren James til Chelsea.

James sem er 19 ára gömul er yngri systir Reece James sem er hægri bakvörður Chelsea og enska landsliðsins. Hún gerir fjögurra ára samning við Chelsea sem eru enskir meistarar.

Hún hefur verið í landsliðshópi Englands en þó ekki enn spilað landsleik.

Talið er að Chelsea borgi 50 þúsund pund fyrir James en Man Utd fær líka leikmann frá Chelsea í skiptunum. Hannah Blundell, 27 ára gamall varnarmaður, er farin til Man Utd frá Chelsea.

Blundell á þrjá A-landsleiki að baki fyrir England. Hún er annar leikmaðurinn sem Man Utd fær til sín í sumar. Hinn leikmaðurinn var hin norska Vilde Boe Risa sem kom fyrr í vikunni.

Hjá Man Utd hittir Blundell hina hálf-íslensku Maríu Þórisdóttur. Þær þekkjast vel eftir að hafa spilað saman hjá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner