Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 24. júlí 2021 17:54
Victor Pálsson
Pepsi Max-deild kvenna: Valur lagði Þór/KA - Fjör undir lokin í sigri Blika
Telma varði víti.
Telma varði víti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bæði Valur og Breiðablik unnu sína leiki í Pepsi Max-deild kvenna í dag en liðin áttu bæði leiki klukkan 16:00.

Þessi lið gefa ekkert eftir í toppbaráttunni en aðeins tvö stig skilja liðin að þegar 12 umferðir eru búnar.

Valur lagði lið Þór/KA með þremur mörkum gegn á Akureyri en þar var fyrri hálfleikurinn virkilega fjörugur.

Öll mörk leiksins voru skoruð á 46 mínútum en það síðasta gerði Ásdís Karen Halldórsdóttir á fyrstu mínútu seinni hálfleiks.

Breiðablik marði lið Selfoss á sama tíma en þar var boðið upp á annað og þá mörk seinni hluta leiksins.

Selfoss fékk kjörið tækifæri til að komast yfir á 19. mínútu er Brenna Lovera steig á vítapunktinn. Telma Ívarsdóttir í marki Breiðabliks sá hins vegar við henni og hélt stöðunni markalausri.

Fyrsta mark leiksins kom á 77. mínútu en þá fengu Blikar víti og á punktinum skoraði Agla María Albertsdóttir.

Þessi forysta entist í aðeins tvær mínútur en Bergrós Ásgeirsdóttir jafnaði þá metin fyrir Selfoss og allt orðið jafnt.

Tveimur mínútum síðar skoraði Taylor Marie Ziemer svo sigurmark Blika en hún hafði komið inná sem varamaður á 67. mínútu. Lokatölur, 2-1.

Þór/KA 1 - 3 Valur
0-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('18 , sjálfsmark)
1-1 Margrét Árnadóttir ('35 )
1-2 Dóra María Lárusdóttir ('45 )
1-3 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('46 )

Lestu um leikinn

Breiðablik 2 - 1 Selfoss
0-0 Brenna Lovera ('19 , misnotað víti)
1-0 Agla María Albertsdóttir ('77 , víti)
1-1 Bergrós Ásgeirsdóttir ('79 )
2-1 Taylor Marie Ziemer ('81 )

Lestu um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner