Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   mið 24. júlí 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Höskuldur léttur: Ætli maður verði ekki að slá þetta met?
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er tilhlökkun, hópurinn er fókuseraður og við erum spenntir fyrir morgundeginum," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á morgun spilar Breiðablik fyrri leik sinn gegn Drita frá Kosóvó í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrri leikurinn er á Kópavogsvelli.

„Við tókum þá sérstaklega fyrir í dag. Þetta er lið með góð einstaklingsgæði. Þeir eru kraftmiklir og eru lið sem verður erfitt við að eiga. Við þurfum að sjá til þess að við eigum toppleik á morgun," segir Höskuldur en hann telur Blika eiga góða möguleika.

„Við förum inn í þetta einvígi fullir sjálfstrausts en auðmjúkir á sama tíma. Við vitum að við þurfum að hafa fyrir hlutunum."

„Við búum af þeirri reynslu að hafa staðið okkur vel undanfarin ár. Við höfum þá vitneskju að þetta er alltaf erfitt og þú þarft að eiga toppleik til að fara í gegnum hvert einvígi í Evrópu á hverjum tímapunkti."

Höskuldur skoraði í síðasta einvígi gegn Tikves frá Norður-Makedóníu. Hann er núna búinn að gera tíu mörk í Evrópuleikjum og vantar eitt mark til að jafna Atla Guðnason sem er markahæstur í Evrópu fyrir íslensk karlalið.

„Það er bara flott maður, góður bónus. Ætli maður verði ekki að slá þetta met?" sagði Höskuldur léttur. „Það er auka bónus. Að fara í gegnum fleiri einvígi eykur líkurnar fyrir mig."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner