Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Turnar Segja Sögur: Svikahrappar & hæfileikasóun
Leiðin úr Lengjunni: Upphitun fyrir lokaumferðina með Jóni Ólafssyni
Hugarburðarbolti EXTRA!
Innkastið - Rafmögnuð lokaumferð í Lengjunni
Útvarpsþátturinn - Skemmdarverk á íþrótt
Uppgjör og lið ársins í 4&5. deild
Leiðin úr Lengjunni: Þróttarar að toppa á réttum tíma og glórulaus ákvörðun hjá Grindavík
Hugarburðarbolti GW 3 Sturlaður loka gluggi í enska !
Enski boltinn - Öflugir Ungverjar, taugahrúgan Amorim og gluggadagur
Innkastið - Besti leikur tímabilsins og allt í járnum á toppnum
Uppbótartíminn - Ræðst allt saman á fimmtudaginn
Útvarpsþátturinn - Lag fyrir Blika og landsliðið strax í úrslitaleik
Turnar Segja Sögur: Danmörk 1992
Innkastið - Stundum hata ég fótbolta
Leiðin úr Lengjunni: Þórsarar stigu stórt skref og barátta um öll sæti
Hugarburðarbolti - Man Utd er í veseni
Enski boltinn - Bíómyndahandrit
Spenna í 2. deild, línur nokkuð skýrar í 4. deild og playoffs klár í 5. deild
Útvarpsþátturinn - Himnaríki Vestra og helvíti Vals
Ítalski boltinn - Upphitun fyrir tímabilið
banner
   mán 24. ágúst 2015 18:00
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - „Gervigrasvæðingin hefur engu skilað í Noregi"
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Einar Friðrik Brynjarsson, tæknifræðingur hjá Lauftækni ehf., telur að gervigrasvæðing á aðalvelli á Íslandi sé óþörf. Gervigrasumræðan hefur verið mikil undanfarin ár en Einar vill að félög horfi frekar til þess að endurnýja grasvelli sína.

Einar var einn aðalhönnuður nýs knattspyrnuvallar Keflavíkur.

„Í þessari umræðu er oft verið að bera saman nýja gervigrasvelli og 40 ára grasvelli, það er óvæginn samanburður. Flestir vellirnir í efstu deild eru gamlir grasvellir og viðhaldið oft ekki í toppmálum," sagði Einar í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-inu.

„Það þarf að lyfta þessari umræðu upp á hærra plan. Við þurfum að skoða þessi mál aðeins nánar. Við erum dugleg að líta til Noregs í þessum efnum, þar hefur verið mikil gervigrasvæðing. Hverju hefur þetta skilað Norðmönnum?"

Formaður leikmannasamtakana í Noregi fullyrti í viðtali að hann teldi að gervigrasvæðing landsins ætti þátt í versnandi gegni landsliðsins.

„Ég man þá tíð þegar Norðmenn voru góðir í fótbolta. Er þetta rétt stefna sem þeir eru á? Ég held að Norðmenn átti sig von bráðar á því að þetta sé ekki rétt leið. Ole Gunnar Solskjær var í viðtali um daginn og sagði að Norðmenn ættu að taka Ísland til fyrirmyndar í fótboltamálum. Það er svolítið skrítið þá að við séum að líta til þeirra."

Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.




Athugasemdir
banner