Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
   fim 24. september 2020 19:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Almarr: Yfirleitt er vinstri fóturinn ekki svona góður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekktur eins og eftir öll jafnteflin í sumar. Sérstaklega hérna á heimavelli vil ég fá öll þrjú stigin. Það er aðeins auðveldara að kyngja jafnteflinu eftir að hafa lent undir," sagði Almarr Ormarsson, fyrirliði og markaskorarari KA, eftir jafntefli gegn HK.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

Jafnteflin eru orðin tíu talsins á leiktíðinni. Hvað þarf KA að gera til að breyta þessu í sigra?

„Skora fleiri mörk, skapa fleiri og betri færi. Það hefur verið akkilesarhæll okkar í sumar. Mér finnst við alltaf vera líklegri og líklegri."

Hvað fannst Almari sitt lið gera vel í leiknum?

„Við héldum boltanum vel og mér fannst við færa boltann nokkuð hratt milli kanta. Við stóðum vaktina vel gegn þeirra skyndisóknum, það er það sem ég er sáttur með."

Almarr jafnaði leikinn með frábæru skoti með vinstri fæti utan teigs. Hann hikaði ekkert þegar boltinn féll til hans?

„Nei nei, smá meðvindur og ég er með allt í lagi vinstri fót. Yfirleitt er hann ekki svona góður en það var ekkert annað í stöðunni en að reyna hitta á markið og það tókst sem betur fer. Eftir markið er maður temmilega sáttur með sjálfan sig."

Nánar er rætt við Almarr í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner