
Föstudagsslúðrið er tekið saman af breska miðlinum BBC og er í boði Powerade.
Liverpool gæti reynt við Jarrod Bowen (24) sóknarmann West Ham. Bowen var orðaður við Liverpool í sumar. (Liverpool Echo)
Dortmund gæti reynt við Federico Chiesa (23) hjá Juventus ef Erling Braut Haaland (21) fer frá félaginu næsta sumar. (Calciomercato)
Marco Asensio (25) er á lista hjá Liverpool. (Fichajes)
Tottenham gæti verið opið fyrir því að skipta á Tanguy Ndombele (24) og Anthony Martial (25) sóknarmanns Manchester United. (Express)
Julian Nagelsmann, stjóri Bayern, hefur ekki rætt við yfirmann sinn um möguleikann á því að fá Antonio Rudiger (28) næsta sumar. Rudiger vill fá launahækkun á samningi sínum hjá Chelsea sem rennur út næsta sumar. (90min)
Arsenal mun missa Alexandre Lacazette (30) á frjálsri sölu þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Atletico Madrid hefur áhuga á sóknarmanninum. (Le10Sport)
Félög á Spáni, Ítalíu og í Þýskalandi eru einnig áhugasöm um Lacazette. (90min)
Barcelona hefur einnig áhuga á Lacazette. (Fichajes)
Manchester United hefur haft samband við Barcelona vegna Ousmane Dembele (24). Man Utd hefur áhuga á franska sóknarmanninum. (El Nacional)
Everton hafði áhuga á Sean Longstaff (23) miðjumanns Newcastle í sumar og gæti reynt við hann í janúar. Longstaff rennur út á samningi næsta sumar. (Liverpool Echo)
Juventus er að leggja lokahönd á nýjan samning við Paulo Dybala (27) sem rennur út á samningi næsta sumar. (Goal)
Napoli vill kaupa Andre-Frank Zambo Anguissa (25) af Fulham en hann er nú á láni hjá Napoli. (Tuttomercato)
Athugasemdir