Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 24. september 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Antony ekki valinn í brasilíska landsliðið
Brasilíski kantmaðurinn Antony er ekki í landsliðshópi Brasilíu fyrir verkefnið í næsta mánuði.

Antony er til rannsóknar hjá brasilískum og breskum yfirvöldum vegna ofbeldis í garð fyrrverandi kærustu hans, Gabrielle Cavallin.

Hann var tekinn út úr hópnum fyrr í þessum mánuði og þá samþykkti hann að fara í leyfi frá störfum hjá Manchester United á meðan hann tæklar þetta mál.

Fernando Diniz, þjálfari landsliðsins, hefur nú valið hópinn fyrir leikina gegn Venesúela og Úrúgvæ, en það er enginn Antony þar.

Gabriel Jesus kemur inn í stað Antony, eins og í síðasta verkefni.


Athugasemdir
banner
banner
banner