Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 24. september 2023 11:46
Brynjar Ingi Erluson
Forseti PSG um Messi: Viðkvæmt að fagna þessu afreki á leikvanginum
Mynd: EPA
Nasser Al-Khelaifi, forseti franska félagsins Paris Saint-Germain, segir að félagið hafi fagnað með Lionel Messi þegar hann vann HM í Katar á síðasta ári.

Messi varð heimsmeistarí desember eftir að hafa unnið Frakkland í hádramatískum úrslitaleik í Katar.

Leikmaðurinn talaði um það þegar hann mætti aftur til Paris Saint-Germain hafi hann fengið litla sem enga viðurkenningu fyrir afrek sitt en forseti félagsins þegar það ekki rétt.

Hann bendir á að félagið hafi birt sérstakt myndband til að fagna honum og það hafi einnig verið gert á æfingasvæðinu, en að þetta hafi verið viðkvæmt þar sem Frakkland átti í hlut.

„Við birtum myndband, fögnuðum honum á æfingu eins og allir sáu, en hann fékk einnig persónulegar kveðjur. Með fullri virðingu þá erum við franskt félag og því var auðvitað viðkvæmt að fagna þessu á leikvanginum. Við verðum að virða þjóðina, liðsfélaga hans og franska landsliðið sem vann vann og auðvitað stuðningsmennina líka,“ sagði Al-Khelaifi við RMC Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner