
Matt Beard, þjálfari kvennaliðs Liverpool. hefur framlengt við félagið til næstu ára en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu.
Beard vann tvo deildartitla með Liverpool frá 2013 til 2014 en flutti síðan til Bandaríkjanna.
Hann sneri aftur til Englands árið 2017 og stýrði West Ham og Bristol áður en hann kom aftur til Liverpool.
Það var fyrir tveimur árum þegar liðið var að spila í næst efstu deild og árið eftir kom hann því aftur í deild þeirra bestu.
Á síðasta tímabili hafnaði það í 7. sæti og er nú ljóst að hann verður áfram til næstu ára eftir að hann skrifaði undir nýjan samning í gær.
Nýtt tímabil í ensku deildinni hefst þann 1. október en liðið mætir Arsenal.
Athugasemdir