Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 24. september 2023 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Newcastle fylgist með leikmanni Southampton
Newcastle United fylgist náið með Carlos Alcaraz, leikmanni Southampton, en þetta kemur fram á talkSPORT.

Alcaraz, sem kemur frá Argentínu, kom til Southampton frá Racing Club í janúar.

Hann skrifaði þá undir fjögurra og hálfs árs samning, en hann gæti farið bráðlega.

Southampton féll úr ensku úrvalsdeildinni í maí og gæti verið tilbúið að selja þennan tvítuga miðjumann.

Newcastle United er að fylgjast með honum og gæti reynt að fá hann í janúarglugganum.

Talið er að félagið vilji fá í kringum 25 milljónir punda fyrir Alcaraz.
Athugasemdir
banner
banner